Flensburg sótti Bjerringbro-Silkeborg en leikurinn var aldrei spennandi þar sem gestirnir unnu 19 marka sigur, lokatölur 26-45. Teitur Örn skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu. Um var að ræða toppslag riðilsins en Flensburg sigrar riðilinn með 10 stig að loknum 6 leikjum.
Flensburg enjoying itself and making it fun #ehfel #elm #allin pic.twitter.com/r5l59UeJk3
— EHF European League (@ehfel_official) March 5, 2024
Sporting sótti Dinamo Búkarest heim til Rúmeníu. Gestirnir þurftu á sigri að halda til að gulltryggja sigur í riðlinum og það reyndist ekki vandamál, lokatölur 27-31. Orri Freyr átti mjög góðan leik en hann skoraði fimm mörk úr vinstra horninu.
with an outstanding 47.06% by far #ehfel #elm #allin pic.twitter.com/SBKSIReDaS
— EHF European League (@ehfel_official) March 5, 2024
Sporting er líkt og Flensburg komið áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.