Vandaverk vængbrotinna FH-inga: „Gefum allt í botn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. október 2024 10:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Meiðsli herja á FH-inga sem mæta sterkum frönskum andstæðingi í Evrópudeild karla í handbolta síðdegis í dag. Aron Pálmarsson fór ekki með liðinu út og aðrir sterkir póstar verða fjarverandi. Þjálfari liðsins segir þetta tækifæri fyrir aðra að sýna sig á stóra sviðinu. FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira
FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga
FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira