Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 18:45 Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og félagar hans í Val geta fagnað vel í kvöld. vísir/Diego Tvö íslensk lið verða í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handbolta í vetur eftir að Valsmenn slógu út króatíska liðið Bjelin Spacva Vinkovci í dag. Valsmenn unnu einvígið eftir mikla spennu með samtals einu marki, 58-57. Valur vann fyrri leik liðanna á heimavelli, 34-25. Heimamenn náðu hins vegar fljótt ágætri forystu í leiknum í Króatíu í dag og voru komnir níu mörkum yfir, 19-10, þegar flautað var til hálfleiks. Þar með höfðu þeir jafnað metin í einvíginu og ljóst að seinni hálfleikurinn yrði æsispennandi. Valsmenn náðu þó fljótt að minnka muninn í leiknum í dag í sex mörk, og komast þannig þremur mörkum yfir í einvíginu, en staðan var 30-24 (samtals 58-55 fyrir Val) þegar þrjár mínútur voru eftir. Mikil spenna var hins vegar í lokin því heimamenn náðu að skora tvö mörk, og minnka forskot Vals í einvíginu í eitt mark, en lokatölur urðu 32-24 og að lokum voru það því Valsmenn sem fögnuðu sætum sigri í einvíginu. Bjarni í Selvindi, nýi Færeyingurinn í liði Vals, var markahæstur í dag með sjö mörk en Ísak Gústafsson og Andri Finnsson komu næstir með fjögur mörk hvor. Mæta tveimur Íslendingaliðum Það er þegar orðið ljóst hvaða lið verða í riðli með Valsmönnum í Evrópudeildinni. Þeir munu spila í F-riðli með Porto frá Portúgal, Vardar frá Norður-Makedóníu og Melsungen frá Þýskalandi. Það er því von á Elvari Erni Jónssyni og Arnari Frey Arnarssyni með Melsungen til landsins í haust, og Þorsteini Leó Gunnarssyni með Porto. Riðlakeppnin hefst 8. október og verður spilað fram til 26. nóvember. Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira
Valur vann fyrri leik liðanna á heimavelli, 34-25. Heimamenn náðu hins vegar fljótt ágætri forystu í leiknum í Króatíu í dag og voru komnir níu mörkum yfir, 19-10, þegar flautað var til hálfleiks. Þar með höfðu þeir jafnað metin í einvíginu og ljóst að seinni hálfleikurinn yrði æsispennandi. Valsmenn náðu þó fljótt að minnka muninn í leiknum í dag í sex mörk, og komast þannig þremur mörkum yfir í einvíginu, en staðan var 30-24 (samtals 58-55 fyrir Val) þegar þrjár mínútur voru eftir. Mikil spenna var hins vegar í lokin því heimamenn náðu að skora tvö mörk, og minnka forskot Vals í einvíginu í eitt mark, en lokatölur urðu 32-24 og að lokum voru það því Valsmenn sem fögnuðu sætum sigri í einvíginu. Bjarni í Selvindi, nýi Færeyingurinn í liði Vals, var markahæstur í dag með sjö mörk en Ísak Gústafsson og Andri Finnsson komu næstir með fjögur mörk hvor. Mæta tveimur Íslendingaliðum Það er þegar orðið ljóst hvaða lið verða í riðli með Valsmönnum í Evrópudeildinni. Þeir munu spila í F-riðli með Porto frá Portúgal, Vardar frá Norður-Makedóníu og Melsungen frá Þýskalandi. Það er því von á Elvari Erni Jónssyni og Arnari Frey Arnarssyni með Melsungen til landsins í haust, og Þorsteini Leó Gunnarssyni með Porto. Riðlakeppnin hefst 8. október og verður spilað fram til 26. nóvember. Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira