Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka

Fréttamynd

Sakamálin sem skóku þjóðina

Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkamálið til Lands­réttar

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða hryðjuverkamáli til Landsréttar. Áfrýjað er til sakfellingar fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Sindri snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru sýknaðir í héraðsdómi af þeim hluta málsins.

Innlent
Fréttamynd

Héraðs­dómur segir Sindra mögu­lega hafa haft ill­virki í huga

Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk

Innlent
Fréttamynd

Ó­skiljan­legt að sak­borningarnir segi sam­ræður sínar grín

Saksóknari í hryðjuverkamálinu svokallaða gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar sakborninga um að fremja voðaverk hafi verið grín. Hann fer fram á fimmtán til átján mánaða refsingu fyrir vopnalagabrot en leggur í hendur dómsins að meta refsingu fyrir skipulagningu hryðjuverka enda engin fordæmi í slíkum málum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fundu stefnu­skrá í tölvu Ísidórs

Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs.

Innlent
Fréttamynd

Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ó­lög­leg vopn

Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig.  Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Galgopaleg orð­ræða“ leiði sjaldnast til fram­kvæmdar

Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“

Innlent
Fréttamynd

Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur

Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum.

Innlent
Fréttamynd

Unnustan segir Ísi­dór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan

Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan.

Innlent
Fréttamynd

Heilsuðust að nasistasið með lög­reglu á hælunum

Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst.

Innlent
Fréttamynd

„Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengja­brúða“

Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum.

Innlent
Fréttamynd

Sindri segir meinta skipu­lagningu hryðju­verka hafa verið grín

Sindri Snær Birgisson segir í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi ekki með nokkru móti verið að skipuleggja hryðjuverk þegar hann ræddi við félaga sinn um fjöldamorð, kaup á lögreglufatnaði, aðdáun á fjöldamorðingjum og fleira í þeim dúr. „Ég neita þessu alfarið, þetta er bara galið.“ Hann og verjandi hans hafa gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir að taka hlutina úr samhengi.

Innlent
Fréttamynd

Hugsan­legt að öfga­menn á Ís­landi verði hryðju­verka­menn

Hugsanlegt er að hér á landi séu einstaklingar, sem aðhyllast ofbeldisfulla og öfga­fulla hugmyndafræði, gætu þróað með sér getu og ásetning til að fremja hryðjuverk. Þrátt fyrir það eru engar vísbendingar um að hryðjuverkahópar séu starfandi á Íslandi, né að samfélag öfgafullra trúarhópa hafi myndast á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Telja að dómarinn sé van­hæfur

Sækjandi í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram á það á föstudag að Daði Kristjánsson, dómari í málinu, viki sæti í því. Verjandi annars sakborninga segir kröfuna fráleita.

Innlent