Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 11:52 Sakborningar hryðjuverkamálsins Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Vísir/Hulda Margrét Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku og heldur áfram í dómssal 101 við Lækjartorg í þessari viku. Umfangsmikla leit þurfti að gera á tölvum Sindra Snæs að sögn lögreglumanns sem hafði það hlutverk að kanna þær. Hann sagði að rauði þráðurinn í netnotkun Sindra væri efni sem varðaði vopn, lögreglufatnað, skjöl sem vörðuðu hægri-öfgahyggju. Þó væri vissulega að finna „eðlilegra“ efni. Á meðal gagna málsins vöru gögn sem sýndu netleit Sindra Snæs. Lögreglumaðurinn benti á að þarna væri efni sem varðaði skotárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, en á tölvu Sindra var að finna myndband af árásinni sem árásarmaðurinn tók sjálfur. Þá hafði Sindri heimsótt síðu sem lögreglumaðurinn sagði að innihéldi „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“. Jafnframt mátti sjá að vefslóð með yfirskrift um „stríð hvíta mannsins“ og aðra þar sem að sagði að „hatursglæpir væru fyrir hvítt fólk, og að n***** mættu gera það sem þeir vildu.“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra, benti á að þarna væri ýmislegt annað efni, og benti á Fóstbræðramyndbönd. Á lista yfir netleit Sindra mátti sjá lagið Þriðjudagskvöld úr sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum. Einnig benti Sveinn Andri á að þessi vöfrun næði yfir skamman tíma, svo virtist sem hann hafi ekki stoppað lengi við hverja vefsíðu. Mikið af limlestingarmyndböndum Annar lögreglumaður sem kannaði innihald úr tækjum Ísidórs sagði að í þeim hafi verið að finna mikið af öfgafullu efni. Hann nefndi sem dæmi að einhver þeirra hafi varðað nasisma og fullyrðingar um að helför þeirra hafi ekki átt sér stað. Þá sagðist hann einnig hafa séð „óhugnanleg myndbönd“ sem sýndu aflimanir á fólki. „Þetta voru mjög ljót myndbönd og það var mikið af þeim.“ Einnig sagði lögreglumaðurinn að Ísidór hafi skoðað efni sem varðaði gyðinga, barnaníðinga og samkynhneigð. Köttur Ísidórs til umræðu Sérfræðingur á vegum héraðssaksóknara gaf einnig skýrslu fyrir dómi, en hún hafði fengið það verk að rýna í gögn á tækjum sakborninganna og samskipti þeirra. Hún benti á að í tækjum þeirra væri að finna stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik. Einnig að Sindri og Ísidór hafi vísað í hana í samskiptum sín á milli. Í kjölfar einnar tilvísunar í Breivik í samskiptum sakborninganna sagði annar þeirra að „Þorvaldur væri tilbúinn að maka því á alla hurðarhúna í Reykjavík.“ Sérfræðingur héraðssaksóknara benti á að við rannsókn málsins hefði komið í ljós að Þorvaldur væri köttur Ísidórs. Sveinn Andri setti út á að það kæmi ekki fram í skýrslu sérfræðingsins, sem viðurkenndi að svo hefði mátt vera. „Fannst þér samskiptin alvöruþrungin?“ Þá var vísað til þess að Breivik hafi klætt sig upp sem lögreglumann, og verið með lögregluskírteini, þegar hann framdi hryðjuverk í Útey árið 2011, og í stefnuyfirlýsingu sinni hafi hann hvatt aðra hryðjuverkamenn til að gera slíkt hið sama. Bent var á að í síma Sindra væri að finna ljósmynd af íslensku lögregluskírteini, og í skýrslu lögreglu var það sett í samhengi við Breivik. „Er ekki langt gengið að setja hana í samhengi við Breivik?“ spurði Sveinn Andri, sem benti á að myndin hefði verið tveggja ára gömul þegar sakborningarnir voru handteknir. Sérfræðingurinn sagði að sér hefði þótt viðeigandi að setja myndina í samhengi við Breivik í skýrslunni, en að það væri ekki sitt að meta hvort það hefði endanlega þýðingu. „Fannst þér samskiptin alvöruþrungin?“ spurði Sveinn Andri og minntist sérstaklega á samskipti Sindra og Ísidórs þar sem þeir töluðu um fá sér tilvísun úr samskiptum þeirra húðflúraða á sig „eins og skvísurnar á insta“ og vísaði þar með til samfélagsmiðilsins Instagram. „Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá er erfitt að meta það,“ svaraði sérfræðingurinn sem bætti við að það væri þó ekki sitt að meta. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10 Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku og heldur áfram í dómssal 101 við Lækjartorg í þessari viku. Umfangsmikla leit þurfti að gera á tölvum Sindra Snæs að sögn lögreglumanns sem hafði það hlutverk að kanna þær. Hann sagði að rauði þráðurinn í netnotkun Sindra væri efni sem varðaði vopn, lögreglufatnað, skjöl sem vörðuðu hægri-öfgahyggju. Þó væri vissulega að finna „eðlilegra“ efni. Á meðal gagna málsins vöru gögn sem sýndu netleit Sindra Snæs. Lögreglumaðurinn benti á að þarna væri efni sem varðaði skotárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, en á tölvu Sindra var að finna myndband af árásinni sem árásarmaðurinn tók sjálfur. Þá hafði Sindri heimsótt síðu sem lögreglumaðurinn sagði að innihéldi „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“. Jafnframt mátti sjá að vefslóð með yfirskrift um „stríð hvíta mannsins“ og aðra þar sem að sagði að „hatursglæpir væru fyrir hvítt fólk, og að n***** mættu gera það sem þeir vildu.“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra, benti á að þarna væri ýmislegt annað efni, og benti á Fóstbræðramyndbönd. Á lista yfir netleit Sindra mátti sjá lagið Þriðjudagskvöld úr sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum. Einnig benti Sveinn Andri á að þessi vöfrun næði yfir skamman tíma, svo virtist sem hann hafi ekki stoppað lengi við hverja vefsíðu. Mikið af limlestingarmyndböndum Annar lögreglumaður sem kannaði innihald úr tækjum Ísidórs sagði að í þeim hafi verið að finna mikið af öfgafullu efni. Hann nefndi sem dæmi að einhver þeirra hafi varðað nasisma og fullyrðingar um að helför þeirra hafi ekki átt sér stað. Þá sagðist hann einnig hafa séð „óhugnanleg myndbönd“ sem sýndu aflimanir á fólki. „Þetta voru mjög ljót myndbönd og það var mikið af þeim.“ Einnig sagði lögreglumaðurinn að Ísidór hafi skoðað efni sem varðaði gyðinga, barnaníðinga og samkynhneigð. Köttur Ísidórs til umræðu Sérfræðingur á vegum héraðssaksóknara gaf einnig skýrslu fyrir dómi, en hún hafði fengið það verk að rýna í gögn á tækjum sakborninganna og samskipti þeirra. Hún benti á að í tækjum þeirra væri að finna stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik. Einnig að Sindri og Ísidór hafi vísað í hana í samskiptum sín á milli. Í kjölfar einnar tilvísunar í Breivik í samskiptum sakborninganna sagði annar þeirra að „Þorvaldur væri tilbúinn að maka því á alla hurðarhúna í Reykjavík.“ Sérfræðingur héraðssaksóknara benti á að við rannsókn málsins hefði komið í ljós að Þorvaldur væri köttur Ísidórs. Sveinn Andri setti út á að það kæmi ekki fram í skýrslu sérfræðingsins, sem viðurkenndi að svo hefði mátt vera. „Fannst þér samskiptin alvöruþrungin?“ Þá var vísað til þess að Breivik hafi klætt sig upp sem lögreglumann, og verið með lögregluskírteini, þegar hann framdi hryðjuverk í Útey árið 2011, og í stefnuyfirlýsingu sinni hafi hann hvatt aðra hryðjuverkamenn til að gera slíkt hið sama. Bent var á að í síma Sindra væri að finna ljósmynd af íslensku lögregluskírteini, og í skýrslu lögreglu var það sett í samhengi við Breivik. „Er ekki langt gengið að setja hana í samhengi við Breivik?“ spurði Sveinn Andri, sem benti á að myndin hefði verið tveggja ára gömul þegar sakborningarnir voru handteknir. Sérfræðingurinn sagði að sér hefði þótt viðeigandi að setja myndina í samhengi við Breivik í skýrslunni, en að það væri ekki sitt að meta hvort það hefði endanlega þýðingu. „Fannst þér samskiptin alvöruþrungin?“ spurði Sveinn Andri og minntist sérstaklega á samskipti Sindra og Ísidórs þar sem þeir töluðu um fá sér tilvísun úr samskiptum þeirra húðflúraða á sig „eins og skvísurnar á insta“ og vísaði þar með til samfélagsmiðilsins Instagram. „Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá er erfitt að meta það,“ svaraði sérfræðingurinn sem bætti við að það væri þó ekki sitt að meta.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10 Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10
Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56
Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38