Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 13:19 Fróðlegt verður að sjá hvort lögreglan kalli eftir upplýsingum frá konunni varðandi vopnasölu hér á landi. Meðal íslenskra vopnasala er faðir ríkislögreglustjóra en tengslin urðu til þess að embættið lýsti sig vanhæft í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira