Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. mars 2025 15:06 Sakborningar hryðjuverkamálsins Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson við meðferð málsins í héraðsdómi. Þeir voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðningu í Landsrétti í dag. Vísir/Hulda Margrét Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Næsta skref að smíða bótakröfu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir niðurstöðu í málinu fullnaðarsigur. Næstu skref umbjóðanda hans séu að smíða bótakröfu á hendur ríkinu. Ertu með einhverja tölu í huga? „Það verður hærra en sjö stafa tala“ Of hátt reitt til höggs Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs, segir ákæruvaldið hafa reitt allt of hátt til höggs í málinu. Hann fagnar því að refsing mannanna hafi verið lækkuð hvað vopnalagabrotin varðar og að þeim hafi verið gert að greiða minni hluta málsvarnarlaunanna. Vörnin hafi lagt upp með það. Tvöfaldur sigur Sindri Snær og Ísidór voru sýknaðir af ákæru fyrir hryðjuverk í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars í fyrra en sakfelldir fyrir vopnalagabrot og dæmdir í 24 og átján mánaða fangelsi. Um var að ræða aðra ákæru á hendur þeim fyrir tilraun til hryðjuverka eftir að fyrri ákæru hafði verið vísað frá héraðsdómi. Í dómi héraðsdóms sagði að rétturinn teldi einhverjar líkur á því að Sindri hefði haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki lægi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hefði einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hefði ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Þar sem það hefi ekki verið sannað bæri að sýkna Sindra Snæ af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og Ísidór fyrir hlutdeild í ætlaðri tilraun. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dóminum og krafðist þess fyrir Landsrétti að mennirnir yrðu sakfelldir og dæmdir til refsingar fyrir hina ætluðu tilraun til hryðjuverka. Þá krafðist Ríkissaksóknari þess að refsing vegna vopnalagabrotsins yrði staðfest. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Kópavogur Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10 Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Næsta skref að smíða bótakröfu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir niðurstöðu í málinu fullnaðarsigur. Næstu skref umbjóðanda hans séu að smíða bótakröfu á hendur ríkinu. Ertu með einhverja tölu í huga? „Það verður hærra en sjö stafa tala“ Of hátt reitt til höggs Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs, segir ákæruvaldið hafa reitt allt of hátt til höggs í málinu. Hann fagnar því að refsing mannanna hafi verið lækkuð hvað vopnalagabrotin varðar og að þeim hafi verið gert að greiða minni hluta málsvarnarlaunanna. Vörnin hafi lagt upp með það. Tvöfaldur sigur Sindri Snær og Ísidór voru sýknaðir af ákæru fyrir hryðjuverk í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars í fyrra en sakfelldir fyrir vopnalagabrot og dæmdir í 24 og átján mánaða fangelsi. Um var að ræða aðra ákæru á hendur þeim fyrir tilraun til hryðjuverka eftir að fyrri ákæru hafði verið vísað frá héraðsdómi. Í dómi héraðsdóms sagði að rétturinn teldi einhverjar líkur á því að Sindri hefði haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki lægi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hefði einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hefði ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Þar sem það hefi ekki verið sannað bæri að sýkna Sindra Snæ af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og Ísidór fyrir hlutdeild í ætlaðri tilraun. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dóminum og krafðist þess fyrir Landsrétti að mennirnir yrðu sakfelldir og dæmdir til refsingar fyrir hina ætluðu tilraun til hryðjuverka. Þá krafðist Ríkissaksóknari þess að refsing vegna vopnalagabrotsins yrði staðfest.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Kópavogur Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10 Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15
Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11