Húnabyggð

Fréttamynd

Feðgarnir með stöðu sakbornings

Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni.

Innlent
Fréttamynd

Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára

Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur að rann­sóknin heyri undir annað em­bætti

Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Enn margir þættir málsins óljósir

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra

Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“

Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Líðan mannsins eftir at­vikum

Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að.

Innlent
Fréttamynd

Sam­úðar­kveðjur berast víða að til íbúa Blöndu­óss

Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki annað hægt en að tárast yfir á­kalli um stuðning

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi

Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Ekki farið fram á gæslu­varð­hald

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tilkynnt að fólkinu, sem handtekið var í tengslum við rannsókn á skotárás á Blönduósi í morgun, hafi verið sleppt úr haldi. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem fengið hefur stöðu sakbornings í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Svipting skot­vopna­­leyfis var í ferli

Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til lands­manna að standa með í­búum Blönduóss

Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar.

Innlent
Fréttamynd

Á­rásar­manninum banað á vett­vangi

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn

Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt.

Innlent