Lífið

Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kirkjan á Blönduósi.
Kirkjan á Blönduósi. Vísir/Helena

Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 

Söfnunin er á kennitölu Blönduóskirkju. Sagt er frá þessu á síðu Húnafrétta

„Í ljósi þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér stað á Blönduósi þann 21. ágúst síðastliðinn hefur verið opnaður styrktarreikningur til stuðnings eiginmanni hennar og börnum svo fjölskyldan þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á þessum erfiða tíma.

Við biðjum ykkur að senda hlýjar hugsanir og kærleik til fjölskyldunnar sem á um sárt að binda og kærar þakkir til allra sem sjáið ykkur fært að styrkja þau. Fyrir þá sem vilja leggja söfnuninni lið þá er reikningsnúmerið 0307-26-004701, kt. 470169-1689 (Blönduóskirkja).“

Kári Kárason eiginmaður Evu Hrundar særðist einnig alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn í árásinni. 

Mikil samheldni hefur verið á Blönduósi eftir atburðina. Haldin var svokölluð kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi þar sem lögð voru friðarkerti á hlaupabrautina til þess að sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda.


Tengdar fréttir

Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla

Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu.

Feðgarnir með stöðu sakbornings

Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni.

Kær­leiks­stund á Blönd­u­ós­i á morg­un

Haldin verður svokölluð kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi annað kvöld. Leggja á friðarkerti á hlaupabrautina og sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.