Næturgisting í kirkju í boði á Blönduósi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2023 08:00 Svíta hefur verið opnuð í kirkjunni. Aðsend Hótel Blönduós verður opnað með pompi og prakt eftir glænýjar endurbætur um helgina. Stórri svítu hefur verið bætt við í sjálfri gömlu kirkjunni á Blönduósi og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða nýjan hluta af hótelinu um helgina, þó það opni ekki formlega fyrr en á mánudag. Myndasyrpu frá Blönduósi má skoða neðst í fréttinni. „Framkvæmdir hófust á þessu ári og því hefur þetta þetta ekki átt sér langan aðdraganda. En það er alveg magnað að fylgjast með vinnu iðnaðarmannanna sem hafa ekki haft langan tíma til að klára verkið,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson hótelstjóri í samtali við Vísi. „Svo hafa eigendur og fjölskyldur þeirra tekið mjög virkan þátt í undirbúningi opnunar hótelsins og hefur það tekið á sig gríðarlega fallega mynd, jafnt að innan sem utan.“ Frábær tilfinning að opna loksins Pétur segir frábæra tilfinningu að fá loksins að opna dyrnar fyrri gestum. Opnunarteiti fer fram í dag klukkan 14 til 17. „Þar gefst gestum tækifæri á að skoða hótelið eins og það lítur út í dag. Svo verður hótelið opnað formlega á mánudaginn,“ segir Pétur sem segir heimamenn bjartsýna fyrir sumarið og bjartsýna á að aukning verði mikil á milli ára. „Sérstaklega í ljósi þess að eftir sumarið verður komin reynsla á upplifun gesta og við verðum búin að safna að okkur endurgjöfum á helstu bókunarsíðum. En það tekur tíma að byggja þetta upp þar sem við erum að byggja reksturinn svo gott sem frá grunni, það er engin reynsla á þjónustu, gæði matar og fleira. Þó það megi til gamans geta að við erum að opna hótel í byggingu þar sem hefur verið hótelrekstur síðan árið 1943.“ Borðleggjandi að festa kaup á kirkjunni Pétur segir að þegar upp hafi komið sú staða að hægt væri að kaupa gömlu kirkjuna á Blönduósi þá hafi rekstraðilum hótelsins þótt það borðleggjandi að kaupa hana og nýta sem gistirými. „Þetta verður einn áhugaverðasti gistimöguleikinn á landinu þar sem við munum lítið hreyfa við útliti kirkjunnar enda er hún gullfalleg og einstaklega sjarmerandi. Við horfðum meðal annars til norðurlanda, Frakklands og Hollands þar sem kirkjur hafa verið nýttar einmitt sem farfuglaheimili, hótel, íbúðir, barir og fleira.“ Þá segir Pétur að einnig verði hægt að halda þar athafnir eins og brúðkaup þar sem brúðhjónin hafi svo kost á því að gista í kirkjunni um nóttina. „Er hægt að hugsa sér eitthvað rómantískara? Við verðum tilbúin með viðburðarými í gamla bakarínu í Gamla bænum á Blönduósi sem við köllum Krúttið, þar verður hægt að halda veislur en að auki ætlum við að halda tónleika og aðra viðburði.“ Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Fleiri fréttir Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Sjá meira
„Framkvæmdir hófust á þessu ári og því hefur þetta þetta ekki átt sér langan aðdraganda. En það er alveg magnað að fylgjast með vinnu iðnaðarmannanna sem hafa ekki haft langan tíma til að klára verkið,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson hótelstjóri í samtali við Vísi. „Svo hafa eigendur og fjölskyldur þeirra tekið mjög virkan þátt í undirbúningi opnunar hótelsins og hefur það tekið á sig gríðarlega fallega mynd, jafnt að innan sem utan.“ Frábær tilfinning að opna loksins Pétur segir frábæra tilfinningu að fá loksins að opna dyrnar fyrri gestum. Opnunarteiti fer fram í dag klukkan 14 til 17. „Þar gefst gestum tækifæri á að skoða hótelið eins og það lítur út í dag. Svo verður hótelið opnað formlega á mánudaginn,“ segir Pétur sem segir heimamenn bjartsýna fyrir sumarið og bjartsýna á að aukning verði mikil á milli ára. „Sérstaklega í ljósi þess að eftir sumarið verður komin reynsla á upplifun gesta og við verðum búin að safna að okkur endurgjöfum á helstu bókunarsíðum. En það tekur tíma að byggja þetta upp þar sem við erum að byggja reksturinn svo gott sem frá grunni, það er engin reynsla á þjónustu, gæði matar og fleira. Þó það megi til gamans geta að við erum að opna hótel í byggingu þar sem hefur verið hótelrekstur síðan árið 1943.“ Borðleggjandi að festa kaup á kirkjunni Pétur segir að þegar upp hafi komið sú staða að hægt væri að kaupa gömlu kirkjuna á Blönduósi þá hafi rekstraðilum hótelsins þótt það borðleggjandi að kaupa hana og nýta sem gistirými. „Þetta verður einn áhugaverðasti gistimöguleikinn á landinu þar sem við munum lítið hreyfa við útliti kirkjunnar enda er hún gullfalleg og einstaklega sjarmerandi. Við horfðum meðal annars til norðurlanda, Frakklands og Hollands þar sem kirkjur hafa verið nýttar einmitt sem farfuglaheimili, hótel, íbúðir, barir og fleira.“ Þá segir Pétur að einnig verði hægt að halda þar athafnir eins og brúðkaup þar sem brúðhjónin hafi svo kost á því að gista í kirkjunni um nóttina. „Er hægt að hugsa sér eitthvað rómantískara? Við verðum tilbúin með viðburðarými í gamla bakarínu í Gamla bænum á Blönduósi sem við köllum Krúttið, þar verður hægt að halda veislur en að auki ætlum við að halda tónleika og aðra viðburði.“ Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson
Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Fleiri fréttir Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Sjá meira