Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:14 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira