Landslið kvenna í körfubolta

Fréttamynd

„Sér­­­stakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“

Dag­ný Lísa Davíðs­dóttir var árið 2022 valin besti leik­­maður efstu deildar kvenna í körfu­­bolta og var hún á sama tíma reglu­­legur hluti af ís­­lenska lands­liðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfu­­bolta­vellinum og ó­­víst er hve­­nær hún snýr aftur.

Körfubolti
Fréttamynd

Vonast til að stofna landslið í götubolta

Framkvæmdastjóri KKÍ segir götukörfubolta eða streetball hafa verið mikið til umræðu á nýafstöðnu ársþingi alþjóðakörfuknattleikssambandsins FIBA. Hann útilokar ekki að stofna landslið í greininni.

Körfubolti
Fréttamynd

Diljá Ögn: Ég átti að gera það sem ég geri best

Diljá Ögn Lárusdóttir átti afbragðsleik gegn Spánverjum þegar Ísland tapaði 34-88 í lokaleik liðsins í forkeppni Eurobasket 2023. Diljá var stigahæst allra á vellinum og að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins. Hún kveðst spennt að taka þátt í framtíð íslenska landsliðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut

Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

Innlent