Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 09:31 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ. Vísir/Sigurjón Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi. Kristinn Albertsson var kjörinn á ársþingi KKÍ um helgina og tekur við starfinu af Guðbjörgu Norðfjörð sem hafði aðeins verið formaður í tvö ár en verið tvo áratugi í stjórn. Hann tekur við á hvað mest spennandi tíma ársins. „Mjög skemmtilegur tími fram undan, VÍS-bikarinn þessa vikuna og svo mjög spennandi lokaumferð í Bónus-deildinni í næstu viku. Svo eru auðvitað EuroBasket,“ segir Kristinn í samtali við íþróttadeild. Klippa: Sé hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Kristinn segist koma inn með ferska sýn. „Auðvitað koma alltaf breytingar með nýjum mönnum. Stjórnin er tíu manns og ég er einn af tíu. Ég kannski bý að því, sem ég held að sé kostur frekar en galli, að koma utan að hafandi séð hreyfinguna utanfrá. Ég kem ferskur og með engar fyrirfram skoðanir á fullt af málum,“ „Ég horfi á þetta þannig að við stöndum á ákveðnum krossgötum. Það hefur verið frábært að sjá velgengnina undanfarin ár en ég held það sé kominn tími á næsta skref að lyfta okkur upp. En það þarf peninga í það, og það er verkefnið,“ segir Kristinn. Af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þau skref séu að stækka körfubolta á Íslandi enn frekar. „Við viljum stækka útbreiðsluna frekar og sækja frekari peninga frá alþjóðasamböndum, sem er skammarlega lítið, sem kemur þaðan. Ég sakna þess að hafa körfubolta á áður frábærum stöðum eins og Stykkishólmi, Borgarnesi eða Ísafirði. Ég vil sjá útbreiðsluna sem mesta. Ég hef til að mynda oft spurt mig af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þetta er útbreiðslan og að stækka körfuboltann eins og hægt er. Það er verkefnið,“ segir Kristinn. Einnig þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara kvenna en tilkynnt var á dögunum að Benedikt Guðmundsson myndi ekki sinna starfinu áfram. „Það bíður. Við búum að því að eiga fullt af góðum þjálfurum og það verður bara gengið í það,“ segir Kristinn sem kemur einnig inn á það að tækifæri séu til bóta hjá kvennalandsliðinu og horfir til þess að körfuboltalandslið kvenna komi sér á stórmót, rétt eins og landslið kvenna í fótbolta og handbolta. Komast að niðurstöðu og eyða tíma í annað Mál erlendra leikmanna hafa verið stærsta þrætueplið innan hreyfingarinnar undanfarin ár og reglum um þá verið breytt ítrekað síðustu ár. Á þingi helgarinnar var stjórn KKÍ falið að finna lausn til framtíðar og Kristinn kallar eftir meiri fasta í reglugerðinni. „Það kom þægilega á óvart að þessi málaflokkur var ekki mikið ræddur á þinginu. Ólíkt undanfarin ár þegar þetta hefur oft heltekið þingið. Niðurstaðan var að vísa þessu til stjórnar til að finna breiða lausn á því. Það var eyrnamerkt að það yrðu þrír erlendir leikmenn og þá tveir með íslenskt vegabréf inni á leikvellinum hverju sinni,“ segir Kristinn og bætir við: „Það virðist vera þokkaleg samstaða um það en hlutverk stjórnarinnar er að skoða fleiri kosti og hlusta á fleiri félög. En það kom þægilega á óvart hvað það voru mörg félög sem studdu það sem lagt var til,“ „Mín von er sú að við finnum einhverja lendingu, hver svo sem lendingin verður, og við hættum að ræða þetta og festum þetta í sessi, ég hef talað um sex ár, séum ekki að ræða þetta á hverju einasta þingi og setjum tímann frekar í eitthvað annað,“ segir Kristinn. Hvorki sjálfbært né til bóta Mikið hefur verið fjallað um þann mikla fjölda erlendra leikmanna sem bæst hafa í deildina í ár. Þá virtust lið fara í ákveðna pissukeppni um mitt mót þegar hver NBA-leikmaðurinn og stóra nafnið rakti annað í Bónus deild karla - allir virtust vilja toppa hvern annan. Kristinn segir þetta ekki sjálfbært. „Þetta er auðvitað smá trade off. Annars vegar viljum við hafa þetta sem sterkasta deild og það höfum við að einhverju leyti verið að gera með útlendingum, en svo hins vegar að tryggja að íslenskir leikmenn fái tækifæri,“ „Rétt jafnvægi þarf að finnast í þessu. Eins og þetta keppnistímabil hefur verið er ég ekki viss um að það sé sjálfbært og ég er heldur ekki viss um að það sé íslenskum körfubolta til bóta. En við sjáum til,“ segir Kristinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í greininni. KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Kristinn Albertsson var kjörinn á ársþingi KKÍ um helgina og tekur við starfinu af Guðbjörgu Norðfjörð sem hafði aðeins verið formaður í tvö ár en verið tvo áratugi í stjórn. Hann tekur við á hvað mest spennandi tíma ársins. „Mjög skemmtilegur tími fram undan, VÍS-bikarinn þessa vikuna og svo mjög spennandi lokaumferð í Bónus-deildinni í næstu viku. Svo eru auðvitað EuroBasket,“ segir Kristinn í samtali við íþróttadeild. Klippa: Sé hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Kristinn segist koma inn með ferska sýn. „Auðvitað koma alltaf breytingar með nýjum mönnum. Stjórnin er tíu manns og ég er einn af tíu. Ég kannski bý að því, sem ég held að sé kostur frekar en galli, að koma utan að hafandi séð hreyfinguna utanfrá. Ég kem ferskur og með engar fyrirfram skoðanir á fullt af málum,“ „Ég horfi á þetta þannig að við stöndum á ákveðnum krossgötum. Það hefur verið frábært að sjá velgengnina undanfarin ár en ég held það sé kominn tími á næsta skref að lyfta okkur upp. En það þarf peninga í það, og það er verkefnið,“ segir Kristinn. Af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þau skref séu að stækka körfubolta á Íslandi enn frekar. „Við viljum stækka útbreiðsluna frekar og sækja frekari peninga frá alþjóðasamböndum, sem er skammarlega lítið, sem kemur þaðan. Ég sakna þess að hafa körfubolta á áður frábærum stöðum eins og Stykkishólmi, Borgarnesi eða Ísafirði. Ég vil sjá útbreiðsluna sem mesta. Ég hef til að mynda oft spurt mig af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þetta er útbreiðslan og að stækka körfuboltann eins og hægt er. Það er verkefnið,“ segir Kristinn. Einnig þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara kvenna en tilkynnt var á dögunum að Benedikt Guðmundsson myndi ekki sinna starfinu áfram. „Það bíður. Við búum að því að eiga fullt af góðum þjálfurum og það verður bara gengið í það,“ segir Kristinn sem kemur einnig inn á það að tækifæri séu til bóta hjá kvennalandsliðinu og horfir til þess að körfuboltalandslið kvenna komi sér á stórmót, rétt eins og landslið kvenna í fótbolta og handbolta. Komast að niðurstöðu og eyða tíma í annað Mál erlendra leikmanna hafa verið stærsta þrætueplið innan hreyfingarinnar undanfarin ár og reglum um þá verið breytt ítrekað síðustu ár. Á þingi helgarinnar var stjórn KKÍ falið að finna lausn til framtíðar og Kristinn kallar eftir meiri fasta í reglugerðinni. „Það kom þægilega á óvart að þessi málaflokkur var ekki mikið ræddur á þinginu. Ólíkt undanfarin ár þegar þetta hefur oft heltekið þingið. Niðurstaðan var að vísa þessu til stjórnar til að finna breiða lausn á því. Það var eyrnamerkt að það yrðu þrír erlendir leikmenn og þá tveir með íslenskt vegabréf inni á leikvellinum hverju sinni,“ segir Kristinn og bætir við: „Það virðist vera þokkaleg samstaða um það en hlutverk stjórnarinnar er að skoða fleiri kosti og hlusta á fleiri félög. En það kom þægilega á óvart hvað það voru mörg félög sem studdu það sem lagt var til,“ „Mín von er sú að við finnum einhverja lendingu, hver svo sem lendingin verður, og við hættum að ræða þetta og festum þetta í sessi, ég hef talað um sex ár, séum ekki að ræða þetta á hverju einasta þingi og setjum tímann frekar í eitthvað annað,“ segir Kristinn. Hvorki sjálfbært né til bóta Mikið hefur verið fjallað um þann mikla fjölda erlendra leikmanna sem bæst hafa í deildina í ár. Þá virtust lið fara í ákveðna pissukeppni um mitt mót þegar hver NBA-leikmaðurinn og stóra nafnið rakti annað í Bónus deild karla - allir virtust vilja toppa hvern annan. Kristinn segir þetta ekki sjálfbært. „Þetta er auðvitað smá trade off. Annars vegar viljum við hafa þetta sem sterkasta deild og það höfum við að einhverju leyti verið að gera með útlendingum, en svo hins vegar að tryggja að íslenskir leikmenn fái tækifæri,“ „Rétt jafnvægi þarf að finnast í þessu. Eins og þetta keppnistímabil hefur verið er ég ekki viss um að það sé sjálfbært og ég er heldur ekki viss um að það sé íslenskum körfubolta til bóta. En við sjáum til,“ segir Kristinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í greininni.
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira