Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 09:31 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ. Vísir/Sigurjón Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi. Kristinn Albertsson var kjörinn á ársþingi KKÍ um helgina og tekur við starfinu af Guðbjörgu Norðfjörð sem hafði aðeins verið formaður í tvö ár en verið tvo áratugi í stjórn. Hann tekur við á hvað mest spennandi tíma ársins. „Mjög skemmtilegur tími fram undan, VÍS-bikarinn þessa vikuna og svo mjög spennandi lokaumferð í Bónus-deildinni í næstu viku. Svo eru auðvitað EuroBasket,“ segir Kristinn í samtali við íþróttadeild. Klippa: Sé hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Kristinn segist koma inn með ferska sýn. „Auðvitað koma alltaf breytingar með nýjum mönnum. Stjórnin er tíu manns og ég er einn af tíu. Ég kannski bý að því, sem ég held að sé kostur frekar en galli, að koma utan að hafandi séð hreyfinguna utanfrá. Ég kem ferskur og með engar fyrirfram skoðanir á fullt af málum,“ „Ég horfi á þetta þannig að við stöndum á ákveðnum krossgötum. Það hefur verið frábært að sjá velgengnina undanfarin ár en ég held það sé kominn tími á næsta skref að lyfta okkur upp. En það þarf peninga í það, og það er verkefnið,“ segir Kristinn. Af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þau skref séu að stækka körfubolta á Íslandi enn frekar. „Við viljum stækka útbreiðsluna frekar og sækja frekari peninga frá alþjóðasamböndum, sem er skammarlega lítið, sem kemur þaðan. Ég sakna þess að hafa körfubolta á áður frábærum stöðum eins og Stykkishólmi, Borgarnesi eða Ísafirði. Ég vil sjá útbreiðsluna sem mesta. Ég hef til að mynda oft spurt mig af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þetta er útbreiðslan og að stækka körfuboltann eins og hægt er. Það er verkefnið,“ segir Kristinn. Einnig þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara kvenna en tilkynnt var á dögunum að Benedikt Guðmundsson myndi ekki sinna starfinu áfram. „Það bíður. Við búum að því að eiga fullt af góðum þjálfurum og það verður bara gengið í það,“ segir Kristinn sem kemur einnig inn á það að tækifæri séu til bóta hjá kvennalandsliðinu og horfir til þess að körfuboltalandslið kvenna komi sér á stórmót, rétt eins og landslið kvenna í fótbolta og handbolta. Komast að niðurstöðu og eyða tíma í annað Mál erlendra leikmanna hafa verið stærsta þrætueplið innan hreyfingarinnar undanfarin ár og reglum um þá verið breytt ítrekað síðustu ár. Á þingi helgarinnar var stjórn KKÍ falið að finna lausn til framtíðar og Kristinn kallar eftir meiri fasta í reglugerðinni. „Það kom þægilega á óvart að þessi málaflokkur var ekki mikið ræddur á þinginu. Ólíkt undanfarin ár þegar þetta hefur oft heltekið þingið. Niðurstaðan var að vísa þessu til stjórnar til að finna breiða lausn á því. Það var eyrnamerkt að það yrðu þrír erlendir leikmenn og þá tveir með íslenskt vegabréf inni á leikvellinum hverju sinni,“ segir Kristinn og bætir við: „Það virðist vera þokkaleg samstaða um það en hlutverk stjórnarinnar er að skoða fleiri kosti og hlusta á fleiri félög. En það kom þægilega á óvart hvað það voru mörg félög sem studdu það sem lagt var til,“ „Mín von er sú að við finnum einhverja lendingu, hver svo sem lendingin verður, og við hættum að ræða þetta og festum þetta í sessi, ég hef talað um sex ár, séum ekki að ræða þetta á hverju einasta þingi og setjum tímann frekar í eitthvað annað,“ segir Kristinn. Hvorki sjálfbært né til bóta Mikið hefur verið fjallað um þann mikla fjölda erlendra leikmanna sem bæst hafa í deildina í ár. Þá virtust lið fara í ákveðna pissukeppni um mitt mót þegar hver NBA-leikmaðurinn og stóra nafnið rakti annað í Bónus deild karla - allir virtust vilja toppa hvern annan. Kristinn segir þetta ekki sjálfbært. „Þetta er auðvitað smá trade off. Annars vegar viljum við hafa þetta sem sterkasta deild og það höfum við að einhverju leyti verið að gera með útlendingum, en svo hins vegar að tryggja að íslenskir leikmenn fái tækifæri,“ „Rétt jafnvægi þarf að finnast í þessu. Eins og þetta keppnistímabil hefur verið er ég ekki viss um að það sé sjálfbært og ég er heldur ekki viss um að það sé íslenskum körfubolta til bóta. En við sjáum til,“ segir Kristinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í greininni. KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Kristinn Albertsson var kjörinn á ársþingi KKÍ um helgina og tekur við starfinu af Guðbjörgu Norðfjörð sem hafði aðeins verið formaður í tvö ár en verið tvo áratugi í stjórn. Hann tekur við á hvað mest spennandi tíma ársins. „Mjög skemmtilegur tími fram undan, VÍS-bikarinn þessa vikuna og svo mjög spennandi lokaumferð í Bónus-deildinni í næstu viku. Svo eru auðvitað EuroBasket,“ segir Kristinn í samtali við íþróttadeild. Klippa: Sé hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Kristinn segist koma inn með ferska sýn. „Auðvitað koma alltaf breytingar með nýjum mönnum. Stjórnin er tíu manns og ég er einn af tíu. Ég kannski bý að því, sem ég held að sé kostur frekar en galli, að koma utan að hafandi séð hreyfinguna utanfrá. Ég kem ferskur og með engar fyrirfram skoðanir á fullt af málum,“ „Ég horfi á þetta þannig að við stöndum á ákveðnum krossgötum. Það hefur verið frábært að sjá velgengnina undanfarin ár en ég held það sé kominn tími á næsta skref að lyfta okkur upp. En það þarf peninga í það, og það er verkefnið,“ segir Kristinn. Af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þau skref séu að stækka körfubolta á Íslandi enn frekar. „Við viljum stækka útbreiðsluna frekar og sækja frekari peninga frá alþjóðasamböndum, sem er skammarlega lítið, sem kemur þaðan. Ég sakna þess að hafa körfubolta á áður frábærum stöðum eins og Stykkishólmi, Borgarnesi eða Ísafirði. Ég vil sjá útbreiðsluna sem mesta. Ég hef til að mynda oft spurt mig af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þetta er útbreiðslan og að stækka körfuboltann eins og hægt er. Það er verkefnið,“ segir Kristinn. Einnig þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara kvenna en tilkynnt var á dögunum að Benedikt Guðmundsson myndi ekki sinna starfinu áfram. „Það bíður. Við búum að því að eiga fullt af góðum þjálfurum og það verður bara gengið í það,“ segir Kristinn sem kemur einnig inn á það að tækifæri séu til bóta hjá kvennalandsliðinu og horfir til þess að körfuboltalandslið kvenna komi sér á stórmót, rétt eins og landslið kvenna í fótbolta og handbolta. Komast að niðurstöðu og eyða tíma í annað Mál erlendra leikmanna hafa verið stærsta þrætueplið innan hreyfingarinnar undanfarin ár og reglum um þá verið breytt ítrekað síðustu ár. Á þingi helgarinnar var stjórn KKÍ falið að finna lausn til framtíðar og Kristinn kallar eftir meiri fasta í reglugerðinni. „Það kom þægilega á óvart að þessi málaflokkur var ekki mikið ræddur á þinginu. Ólíkt undanfarin ár þegar þetta hefur oft heltekið þingið. Niðurstaðan var að vísa þessu til stjórnar til að finna breiða lausn á því. Það var eyrnamerkt að það yrðu þrír erlendir leikmenn og þá tveir með íslenskt vegabréf inni á leikvellinum hverju sinni,“ segir Kristinn og bætir við: „Það virðist vera þokkaleg samstaða um það en hlutverk stjórnarinnar er að skoða fleiri kosti og hlusta á fleiri félög. En það kom þægilega á óvart hvað það voru mörg félög sem studdu það sem lagt var til,“ „Mín von er sú að við finnum einhverja lendingu, hver svo sem lendingin verður, og við hættum að ræða þetta og festum þetta í sessi, ég hef talað um sex ár, séum ekki að ræða þetta á hverju einasta þingi og setjum tímann frekar í eitthvað annað,“ segir Kristinn. Hvorki sjálfbært né til bóta Mikið hefur verið fjallað um þann mikla fjölda erlendra leikmanna sem bæst hafa í deildina í ár. Þá virtust lið fara í ákveðna pissukeppni um mitt mót þegar hver NBA-leikmaðurinn og stóra nafnið rakti annað í Bónus deild karla - allir virtust vilja toppa hvern annan. Kristinn segir þetta ekki sjálfbært. „Þetta er auðvitað smá trade off. Annars vegar viljum við hafa þetta sem sterkasta deild og það höfum við að einhverju leyti verið að gera með útlendingum, en svo hins vegar að tryggja að íslenskir leikmenn fái tækifæri,“ „Rétt jafnvægi þarf að finnast í þessu. Eins og þetta keppnistímabil hefur verið er ég ekki viss um að það sé sjálfbært og ég er heldur ekki viss um að það sé íslenskum körfubolta til bóta. En við sjáum til,“ segir Kristinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í greininni.
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira