Þakklæti og sorg í senn: „Búinn að móta líf mitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. janúar 2024 08:01 Hildur Björg gengur sátt frá körfuboltaferlinum, þó hún hefði kosið að hann væri lengri. Hún var útnefnd körfuboltakona ársins árin 2017 og 2018. Vísir/Arnar Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir tilkynnti í gær að hún neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Ákvörðunin sé þungbær, en sú eina rétta í stöðunni. Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Sjá meira
Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Sjá meira
Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29