„Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2023 19:19 Arnar Pétursson var heldur súr en trúir því að með tíð og tíma verði auðveldara að horfa til baka. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Þetta er það,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands eftir súrt jafntefli við Angóla á HM kvenna í handbolta. Jafnteflið þýðir að Ísland er á leið í Forsetabikarinn en sigur hefði komið liðinu í milliriðil. „Ekki góð tilfinning að sitja eftir (í neðsta sæti riðilsins) eftir þennan leik. Maður finnur að það eru sár. Finnur vel fyrir þessu, finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik og stóðu sig heilt yfir mjög vel.“ Það var mikið vesen á ritaraborðinu í dag, er eitthvað þar sem Arnar var ósáttur við? „Alveg hellingur en það hefur ekkert upp á sig. Fannst ákveðið bíó í kringum þetta, áttum leikhlé og þá var farið í VAR. Svo fannst mér nokkrir dómar arna ekki falla með okkur. Ég náttúrulega sé þetta mögulega með öðrum gleraugum en þau og þarf að skoða þetta aftur. Því verður hvort eð er ekkert breytt. Þurfum að halda áfram, sætta okkur við þetta í kvöld og áfram gakk.“ Hvaða tilfinningar eru í gangi eftir leik dagsins? „Þær eru súrar, mjög súrar núna. Við fengum hörkuleik sem mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir mjög vel í. Er enn og aftur stoltur af þeirra framlagi og þeirra frammistöðu.“ „Þegar mesta fýlan rennur af manni þá er ég nokkuð viss um að við munum læra rosalega mikið af þessu. Fáum úrslitaleik sem er ákveðið verkefni, ákveðið próf sem mér fannst við standast heilt yfir nokkuð vel. „Er pottþéttur á því að eftir nokkurn tíma munum við horfa á þennan leik sem mjög mikilvægan á þeirri vegferð sem við erum. Ef við nýtum hann rétt og lærum af honum þá mun hann nýtast okkur mjög vel inn í framtíðina.“ Klippa: Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik Forsetabikarinn næst á dagskrá. „Þurfum aðeins að setjast yfir það, ætluðum okkur ekkert þangað þó það sé raunin núna. Förum í rólegheitum yfir það, veit ekki einu sinni hvaða liðum við erum að fara mæta svo við skulum aðeins bíða og sjá með það allt saman.“ Handbolti Landslið kvenna í körfubolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Ekki góð tilfinning að sitja eftir (í neðsta sæti riðilsins) eftir þennan leik. Maður finnur að það eru sár. Finnur vel fyrir þessu, finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik og stóðu sig heilt yfir mjög vel.“ Það var mikið vesen á ritaraborðinu í dag, er eitthvað þar sem Arnar var ósáttur við? „Alveg hellingur en það hefur ekkert upp á sig. Fannst ákveðið bíó í kringum þetta, áttum leikhlé og þá var farið í VAR. Svo fannst mér nokkrir dómar arna ekki falla með okkur. Ég náttúrulega sé þetta mögulega með öðrum gleraugum en þau og þarf að skoða þetta aftur. Því verður hvort eð er ekkert breytt. Þurfum að halda áfram, sætta okkur við þetta í kvöld og áfram gakk.“ Hvaða tilfinningar eru í gangi eftir leik dagsins? „Þær eru súrar, mjög súrar núna. Við fengum hörkuleik sem mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir mjög vel í. Er enn og aftur stoltur af þeirra framlagi og þeirra frammistöðu.“ „Þegar mesta fýlan rennur af manni þá er ég nokkuð viss um að við munum læra rosalega mikið af þessu. Fáum úrslitaleik sem er ákveðið verkefni, ákveðið próf sem mér fannst við standast heilt yfir nokkuð vel. „Er pottþéttur á því að eftir nokkurn tíma munum við horfa á þennan leik sem mjög mikilvægan á þeirri vegferð sem við erum. Ef við nýtum hann rétt og lærum af honum þá mun hann nýtast okkur mjög vel inn í framtíðina.“ Klippa: Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik Forsetabikarinn næst á dagskrá. „Þurfum aðeins að setjast yfir það, ætluðum okkur ekkert þangað þó það sé raunin núna. Förum í rólegheitum yfir það, veit ekki einu sinni hvaða liðum við erum að fara mæta svo við skulum aðeins bíða og sjá með það allt saman.“
Handbolti Landslið kvenna í körfubolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira