Matareitrun á EM: Fimm veikar í íslenska hópnum og ein fór á sjúkrahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 15:21 Íslensku stelpurnar hafa náð sögulegum árangri á mótinu en því miður hafa margar þeirra veikst á lokakaflanum. FIBA.basketball Búið er að aflýsa einum leik í b-deild Evrópukeppni tuttugu ára landsliða kvenna í körfubolta í Búlgaríu en margir leikmenn og starfsmenn liðanna á mótinu hafa veikst á síðustu dögum. Íslenski hópurinn slapp því miður ekki. FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira