Íslensku stelpurnar í undanúrslit eftir stórsigur á Írum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 14:26 Agnes María Svansdóttir var frábær í dag með fimm þrista og 26 stig á aðeins 28 mínútum. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í körfubolta var í miklu stuði í dag þegar liðið vann 43 stiga sigur á Írum, 88-45, í milliriðli í B-deild Evrópumótsins. Þetta er næststærsti sigur liðsins í sögunni. Íslensku stelpurnar töpuðu naumlega á móti Tékkum í gær en þurftu tuttugu stiga sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Það tókst og gott betur. Þetta er besti árangur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi og þær eiga enn möguleika á að komast upp í A-deild þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara upp. Íslensku stelpurnar mæta annað hvort Belgíu eða Hollandi í undanúrslitunum en sigur þar tryggir liðinu sæti í A-deild auk þess að koma þeim í úrslitaleikinn. Írar höfðu unnið Úkraínu í gær og því enduðu Ísland, Írland og Úkraína öll jöfn að stigum. Þessi stórsigur þýðir hins vegar að íslensku stelpurnar tryggðu sér annað sætið og sæti í undanúrslitunum á besta árangrinum í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið tók frumkvæðið með því að vinna fyrsta leikhlutann með sex stigum (22-16) en stakk síðan af með því að vinna annan leikhlutann 23-6. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Stelpurnar máttu samt ekki slaka á því þær þurftu á tuttugu stiga sigri að halda. Þær írsku áttu aldrei möguleika og íslenska liðið spilaði frábæran leik á úrslitastundu. Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir var mjög öflug með 26 stig á aðeins 28 mínútum en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir skoraði 21 stig á 24 mínútum og var einnig með 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Anna Lára Vignisdóttir (Keflavík) skoraði 12 stig og Jana Falsdóttir (Njarðvík) var með 7 stig og 3 stoðsendingar. Hekla Eik Nökkvadóttir (Grindavík) var með 5 stig og 6 fráköst. Haukakonan Kristrún Ríkey Ólafsdóttir tók flest fráköst eða tíu talsins auk þess að skora 4 stig. Þetta er næststærsti sigur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi en sá stærsti var 84 stiga sigur á Antigua í æfingaferð. Íslenska tuttugu ára landslið kvenna hefur aldrei unnið stærra í keppnisleik. Þjálfari liðsins er Ólafur Jónas Sigurðsson og aðstoðarþjálfarar hans eru Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar töpuðu naumlega á móti Tékkum í gær en þurftu tuttugu stiga sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Það tókst og gott betur. Þetta er besti árangur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi og þær eiga enn möguleika á að komast upp í A-deild þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara upp. Íslensku stelpurnar mæta annað hvort Belgíu eða Hollandi í undanúrslitunum en sigur þar tryggir liðinu sæti í A-deild auk þess að koma þeim í úrslitaleikinn. Írar höfðu unnið Úkraínu í gær og því enduðu Ísland, Írland og Úkraína öll jöfn að stigum. Þessi stórsigur þýðir hins vegar að íslensku stelpurnar tryggðu sér annað sætið og sæti í undanúrslitunum á besta árangrinum í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið tók frumkvæðið með því að vinna fyrsta leikhlutann með sex stigum (22-16) en stakk síðan af með því að vinna annan leikhlutann 23-6. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Stelpurnar máttu samt ekki slaka á því þær þurftu á tuttugu stiga sigri að halda. Þær írsku áttu aldrei möguleika og íslenska liðið spilaði frábæran leik á úrslitastundu. Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir var mjög öflug með 26 stig á aðeins 28 mínútum en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir skoraði 21 stig á 24 mínútum og var einnig með 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Anna Lára Vignisdóttir (Keflavík) skoraði 12 stig og Jana Falsdóttir (Njarðvík) var með 7 stig og 3 stoðsendingar. Hekla Eik Nökkvadóttir (Grindavík) var með 5 stig og 6 fráköst. Haukakonan Kristrún Ríkey Ólafsdóttir tók flest fráköst eða tíu talsins auk þess að skora 4 stig. Þetta er næststærsti sigur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi en sá stærsti var 84 stiga sigur á Antigua í æfingaferð. Íslenska tuttugu ára landslið kvenna hefur aldrei unnið stærra í keppnisleik. Þjálfari liðsins er Ólafur Jónas Sigurðsson og aðstoðarþjálfarar hans eru Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum