Landslið karla í fótbolta

Hannes valdi hornið kvöldið áður en hann varði vítið frá Messi
Alþjóða knattspyrnusambandið hitar upp fyrir komandi heimsmeistaramót í Katar með því að rifja upp Íslandsævintýrið frá HM í Rússlandi 2018.

Strákarnir okkar hefja undankeppnina í Bosníu | Portúgal í Laugardalnum í júní
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA hefur staðfest leikjaniðurröðun fyrir undankeppni EM 2024, en fyrr í dag var dregið í riðla þar sem Ísland var dregið í J-riðil.

Ísland með Portúgal í riðli í undankeppni EM 2024
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal, Bosníu, Lúxemborg, Slóvakíu og Liechtenstein í undankeppni fyrir Evrópumótið í Þýskalandi 2024.

Ísland upp fyrir nýju lærisveina Heimis Hallgríms á FIFA-listanum
Íslenska karlalandsliðið hækkar sig um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem birtur var í morgun.

„Væru allir að skammast og kvarta ef Vanda hefði ekki hringt í Heimi“
Þorkell Máni Pétursson sér ekkert athugavert við að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafi rætt við Heimi Hallgrímssyni um möguleikann á að taka við íslenska karlalandsliðinu.

Vanda viðurkennir að hafa rætt við Heimi í sumar
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, viðurkennir að hafa rætt við Heimi Hallgrímsson í sumar.

Vonar að fleiri snúi aftur í landsliðið: „Vilja allir koma og spila fyrir íslenska landsliðið“
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gat leyft sér að brosa eftir að liðið náði í 1-1 jafntefli gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í gær. Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma og Arnar segir að tilfinningin eftir leik hafi verið eins og eftir sigurleik.

„Ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu“
„Mér líður bara eins og við höfum unnið þennan leik,“ sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í kvöld.

Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld
Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld.

Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan
Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár.

Byrjunarlið Íslands: Ísak og Þórir koma inn
Arnar Þór Viðarsson hefur valið þá ellefu leikmenn sem verða í byrjunarliði Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA.

Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-0 | Íslensku strákarnir misstu af sæti á EM
Íslenska ungmennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri missti af sæti á EM á næsta ári er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Tékkum ytra í dag. Eftir 2-1 tap á heimavelli er íslenska liðið á heimleið.

Arnar vill ekki að leikurinn í kvöld kosti Ísland tvo milljarða
Ef að Arnar Þór Viðarsson eða leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta kysu að gefa bara skít í leikinn við Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld eru ágætar líkur á að sú afstaða kæmi illilega í hausinn á þeim að ári liðnu. Sigur í kvöld gæti nefnilega opnað varaleið inn á EM í Þýskalandi 2024.

Kristian hleypt lausum og Ísland gæti opnað leið að Ólympíuleikum
Íslenska U21-landsliðið í fótbolta leikur afar þýðingarmikinn leik í Tékklandi klukkan 16 í dag og þarf á sigri að halda eftir 2-1 tap á heimavelli.

Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld.

Arnar Þór: Ungu strákarnir fá stórt hlutverk gegn Albaníu
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur afar mikilvægt að Ísland sæki til sigurs gegn Albaníu á þriðjudaginn í leik þar sem ungu strákarnir fá að njóta sín.

Ísak Snær dregur sig úr landsliðshópnum
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og íslenska U-21 landsliðsins, hefur dregið sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Hilmir Rafn Mikaelsson hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Ísaks.

„Fengum á okkur tvö ódýr mörk og það skildi liðin að“
„Þetta var eiginlega bara stál í stál en þeir refsuðu okkur betur, tóku þau færi sem þeir fengu,“ sagði fyrirliðinn Brynjólfur Andersen Willumsson eftir súrt 2-1 tap Ú-21 árs landslið Íslands gegn Tékklandi í fyrri leik liðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fer á næsta ári.

Umfjöllun og myndir: Ísland - Tékkland 1-2 | Strákarnir í brekku fyrir seinni leikinn
Íslenska landsliðið 21 árs og yngri mátti þola 2-1 tap gegn Tékklandi í umspili um sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Ísland komst yfir en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum og leiða með einu marki fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer í Tékklandi á þriðjudaginn.

„Ætlum að fara til Tékklands með kassann úti og leggja allt í sölurnar“
Davíð Snorri Jónsson, þjálfari undir 21 árs liði Íslands í fótbolta, var svekktur með 1-2 tap gegn Tékklandi í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM. Davíð var þó bjartsýnn fyrir seinni leikinn og fannst frammistaðan á köflum góð.

„Mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur“
„Hér eru leikmenn framtíðarinnar að spila, úrslitaleik á heimavelli. Þetta eru efnilegir strákar sem að munu spila góða rullu fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni. Það er tími til að koma hingað [í dag] og horfa á tvö góð lið og flotta leikmenn spila fótbolta.“

„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“
„Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag.

„Kemur mikill talandi og reynsla með tilkomu Arons í hjarta varnarinnar“
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var sáttur við varnarleik lærisveina sinna þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttualandsleik í Vínarborg í dag.

Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum
KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM.

„Staðráðinn í því að gera vel eftir að ég kom inná“
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sigurmark Íslands úr vítaspyrnu þegar liðið lagði Venesúela að velli í vináttulandsleik í Vín í dag. Ísak Bergmann sagði kærkomið að landa sigri þar sem sigurleikirnir hefðu ekki verið mjög margir á þessu ári.

Guðlaugur Victor: Alltaf gott að spila með Aroni
Guðlaugur Victor Pálsson lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í langan tíma er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í kvöld.

„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný.

Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum
Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag.

Aron Einar og Alfreð í byrjunarliðinu
Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Íslands sem mætir Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag.

Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli.