Utan vallar: Fær íslenska þjóðin nostalgíukvöld í Laugardalnum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna saman marki með íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum. Vísir/Vilhelm Eitt það mest spennandi við landsleik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld er kannski það hvað verður hlutverk Gylfa Þórs Sigurðssonar í leiknum. Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira
Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira