Van Dijk hjálpaði íslenska landsliðinu í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 09:30 Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu í Aþenu í gærkvöldi. AP/Thanassis Stavrakis Íslenska landsliðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppni EM næsta sumar en möguleiki strákanna okkar liggur nú í að fara í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Þar geta Hollendingar hjálpað íslenska landsliðinu að komast inn með því að tryggja sér beint sæti á Evrópumótið úr sínum undanriðli. Åge Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, talaði einmitt um það eftir sigurinn á Liechtenstein í gærkvöldi, að vonin væri að Hollendingar héldu öðru sætinu í B-riðlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, skoraði sigurmark á móti Grikkjum í gærkvöldi sem hjálpaði ekki aðeins Hollandi heldur einnig íslenska landsliðinu. Með jafntefli þá hefðu Grikkir setið áfram í öðru sætinu en mark Liverpool mannsins kom úr víti í uppbótartíma. Hollendingar komust upp í annað sætið með þessum sigri en þeir eru ofar en Grikkir á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Kæmust Hollendingar ekki beint á EM þá tækju þær til sín umspilssæti sem gæti annars fallið til okkar Íslendinga. Það er aftur á móti ekki þannig hjá Grikklandi. Um leið og Holland vann leikinn í gær og komust upp fyrir Grikki þá datt íslenska landsliðið inn í umspilssæti. Íslenska landsliðið er í sjöunda efsta sætinu í röðun B-deildar Þjóðadeildarinnar. Skotar eru fyrir ofan Ísland en þeir eru komnir inn á EM. Serbar eru líka í baráttunni um að komast beint inn á mótið og eru eins og er í öruggu sæti. Það þýðir að fimm sæti úr B-deildinni eru eins og staðan í dag að skila sæti í umspilinu þar sem aðeins tvær af þjóðunum í A-deildinni eru ekki í öruggu sæti. Ísland er eitt af þessum fimm þjóðum. Það á auðvitað mikið eftir að gerast ennþá en það lítur út fyrir það að augu Íslendinga gætu verið á úrslitum í öðrum leikjum í öðrum riðlum í lokaumferðunum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Þar geta Hollendingar hjálpað íslenska landsliðinu að komast inn með því að tryggja sér beint sæti á Evrópumótið úr sínum undanriðli. Åge Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, talaði einmitt um það eftir sigurinn á Liechtenstein í gærkvöldi, að vonin væri að Hollendingar héldu öðru sætinu í B-riðlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, skoraði sigurmark á móti Grikkjum í gærkvöldi sem hjálpaði ekki aðeins Hollandi heldur einnig íslenska landsliðinu. Með jafntefli þá hefðu Grikkir setið áfram í öðru sætinu en mark Liverpool mannsins kom úr víti í uppbótartíma. Hollendingar komust upp í annað sætið með þessum sigri en þeir eru ofar en Grikkir á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Kæmust Hollendingar ekki beint á EM þá tækju þær til sín umspilssæti sem gæti annars fallið til okkar Íslendinga. Það er aftur á móti ekki þannig hjá Grikklandi. Um leið og Holland vann leikinn í gær og komust upp fyrir Grikki þá datt íslenska landsliðið inn í umspilssæti. Íslenska landsliðið er í sjöunda efsta sætinu í röðun B-deildar Þjóðadeildarinnar. Skotar eru fyrir ofan Ísland en þeir eru komnir inn á EM. Serbar eru líka í baráttunni um að komast beint inn á mótið og eru eins og er í öruggu sæti. Það þýðir að fimm sæti úr B-deildinni eru eins og staðan í dag að skila sæti í umspilinu þar sem aðeins tvær af þjóðunum í A-deildinni eru ekki í öruggu sæti. Ísland er eitt af þessum fimm þjóðum. Það á auðvitað mikið eftir að gerast ennþá en það lítur út fyrir það að augu Íslendinga gætu verið á úrslitum í öðrum leikjum í öðrum riðlum í lokaumferðunum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira