„Of mikið stress að þjálfa meistaraflokk“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2023 07:31 Gylfi Sigurðsson verður í sviðsljósinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson segir það enn algerlega óljóst hvenær hann leggi skóna á hilluna en hann er nýorðinn 34 ára gamall. „Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
„Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk
Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira