Slysavarnir

Fréttamynd

„Ég hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna“

Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan. 

Innlent
Fréttamynd

Aukning inn­brota á heimili

Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“

„Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu skrefin á vinnu­markaði

Nú er sá tími ársins þegar skólar hnýta lokahnútinn á skólaárið og nemendur þyrpast fagnandi út í sumarið. Vinnuskólar sveitarfélaga taka til starfa en þar eru margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og er vinnuskólinn oft fyrsta launaða starfið þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Bættar forvarnir á sjó

Sjósókn við Íslandsstrendur hefur ávallt verið einn af okkar helstu atvinnuvegum. Oft hefur verið rætt um hetjur hafsins en í gegnum aldirnar hefur ýmis áhætta fylgt því að starfa á sjó og sjóslys voru tíð hér á árum áður.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“

Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys.

Innlent
Fréttamynd

Fækkum slysum á raf­magns­hlaupa­hjólum

Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast slysa­hættu af aug­lýsingum

Auglýsingar á gólfum íþróttahalla eru algeng sjón í handbolta og körfubolta hér á landi en þær virðast geta aukið hættuna á slysum hjá íþróttafólkinu.

Sport
Fréttamynd

Er hætta á gróður­eldum á Ís­landi?

Íslendingar þekkja vel árstíðabundnar áskoranir þegar kemur að veðri. Flestir reyna að haga seglum eftir vindi, fylgjast vel með veðurspám og sýna forvarnir í verki með því að gera ákveðnar ráðstafanir eftir því sem við á. En stundum skjóta upp kollinum nýjar áskoranir sem við þekkjum kannski ekki eins vel en þurfum að hafa í huga. Gróðureldar eru slík áskorun.

Skoðun
Fréttamynd

Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði

Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri úttekt, töluvert færri en þegar staðan var síðast könnuð fyrir fimm árum. Talið er æskilegt að fólk geti skráð búsetu sína í atvinnuhúsnæði til að auka á öryggi þess.

Innlent
Fréttamynd

Holu­fyllingar og fram­tíðar­sýn

Ástand vega er með verra móti nú eftir slæma veðratíð fyrstu mánuði ársins. Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni vegna skemmda á bílum sem rekja má til ástands vega og Vegagerðin hefur varla haft undan við að fylla í holur.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­taka sam­fé­lag

Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Dropinn holar steininn

Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggis­mál heimilisins

Heimilið er að vissu leyti eins og fyrirtæki. Það þarf skipulag og ramma utan um reksturinn, ef svo má segja. Við þurfum að sinna þrifum, tiltekt, innkaupum og þar sem margir eru í fjölskyldu eru mismunandi plön sem þarf að samræma. Nauðsynlegt er að huga vel að öryggismálum fyrirtækja og það sama á við um heimilið.

Skoðun
Fréttamynd

Hverju skila for­varnir?

Forvarnir beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Almennt séð miða þær að því að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma og slys með því að beita snemmtækri íhlutun og viðeigandi aðgerðum sem byggja á góðum gögnum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á sjó!

Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum.

Skoðun
Fréttamynd

Þrí­háls­brotnaði lífs­hættu­lega en lætur nú drauminn rætast

Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs.

Lífið
Fréttamynd

Ertu nokkuð að gleyma þér?

enn er árið á enda og þrátt fyrir ýmsar áskoranir tökum við nýju ári fagnandi með von í brjósti. Til siðs er að kveðja árið með ljósaleik og margir styðja við björgunarsveitirnar á þessum tímamótum, ýmist með flugeldakaupum, Rótarskoti eða frjálsum framlögum.

Skoðun
Fréttamynd

Icelandair harmar slysið á Kefla­víkur­flug­velli

Icelandair harmar slys sem átti sér stað á laugardag þegar eldri maður féll á flugstæði á Keflavíkurflugvelli á leið úr flugvél félagsins. Icelandair segir að öllum verkferlum hafi verið fylgt í aðdraganda óhappsins en farþegarnir voru að koma frá Orlando í Flórída.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“

Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar.

Innlent
Fréttamynd

Tók langan tíma að fatta að vinna þyrfti úr áfallinu

Sólrún Alda Waldorff, sem komst lífs af en brenndist illa í bruna í Mávahlíð í október fyrir tveimur árum, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á að hún þyrfti að vinna úr áfallinu. Sólrún Alda segir sögu sína í tilefni af eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Innlent
Fréttamynd

Eitt mikil­­vægasta öryggis­­tæki heimilisins

Nú er aðventan gengin í garð og í aðdraganda jóla njótum við þess að skreyta í kringum okkur og skapa stemningu. Kertaljós og jólaseríur eru fyrir marga ómissandi hluti af árstíðinni en mikilvægt er að huga að eldvörnum á heimilinu, ekki síst á þessum árstíma.

Skoðun