Vilja nýjan pott og segja þann gamla vera slysagildru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 09:01 Vel fór á með þeim Helgu Guðrúnu Gunnarsdóttur og Ásdísi Kristjánsdóttur þegar hinni síðarnefndu var afhentur undirskriftarlisti íbúa vegna Kópavogslaugar. Helga Guðrún Gunnarsdóttir Rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í Kópavogslaug. Talsmaður hópsins segir núverandi pott vera slysagildru. Bæjarstjóri segir tillit verða tekið til ábendingana í vinnu næstu fjárhagsáætlunar. Helga Guðrún Gunnarsdóttir, íþrótta-og heilsufræðingur er talsmaður hópsins. Hún starfar hjá Kópavogsbæ sem þolfimisþjálfari og heldur utan um tíma í þolfimi í vatni sem fram fara í Kópavogslaug. Hún segir í samtali við Vísi að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi tekið vel á móti sér í ráðhúsinu. Þurfa að klöngrast upp tvær stáltröppur „Það hefur verið mikil óánægja meðal sundlaugargesta með þennan kalda pott. Hann var í raun hugsaður til bráðabirgða og ég var alltaf að heyra af þessari óánægju, svo ég ákvað bara að ganga í málið,“ segir Helga Guðrún en potturinn er afar lítill og komast einungis tveir fyrir í honum. Hún bendir á að stíga þurfi upp tvær járntröppur og svo klofa yfir brún kalda pottsins til þess að komast í hann. „Það sækja 1500 manns laugina á hverjum degi og fólk hefur talað um þetta lengi, því það eru ýmsir sundlaugagestir sem geta ekki komið sér í pottinn, eru kannski með stálmjöðm eða þess háttar.“ Einungis tveir komast fyrir í pottinum og eiga margir hverjir erfitt með eða geta alls ekki komist í pottinn vegna aðgengismála. Aðsend Því hafi Helga gengið í verkið og voru íbúar fljótir að flykkja sér að baki málstaðnum og skrá nafn sitt á undirskriftarlistann. Helga tekur fram að Kópavogsbær sé heilsueflandi bær og hafi haldið á slíkum málum af myndarskap undanfarin ár. „Þetta er nefnilega svo mikil heilsulind. Kaldur pottur bætur heilsu og Kópavogsbær hefur alltaf sinnt þessum málum vel. Það er í raun sparnaður fólginn í því að koma nýjum potti fyrir og infrarauðum klefa því bærinn fær þetta borgað margfalt til baka með bættri heilsu fólks.“ Rennibrautir og flísar endurnýjaðar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir í svörum við fyrirspurn Vísis vegna málsins að frábært sé að finna fyrir áhuga þeirra 600 íbúa sem skrifa undir áskorunina. „Við erum að sjálfsögðu alltaf tilbúin að hlusta á það sem má gera betur og tökum vel í góðar tillögur er snúa að því að bæta bæinn okkar.“ Gert sé ráð fyrir því í fjárhagsáætlun þessa árs að rennibrautir og flísar á útilaugum Kópavogslaugar verði endurnýjaðar. „En við erum bundin af áætlun hvers árs. Það verður því klárlega tekið tillit til þessara ábendinga í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.“ Kópavogur Sundlaugar Slysavarnir Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Helga Guðrún Gunnarsdóttir, íþrótta-og heilsufræðingur er talsmaður hópsins. Hún starfar hjá Kópavogsbæ sem þolfimisþjálfari og heldur utan um tíma í þolfimi í vatni sem fram fara í Kópavogslaug. Hún segir í samtali við Vísi að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi tekið vel á móti sér í ráðhúsinu. Þurfa að klöngrast upp tvær stáltröppur „Það hefur verið mikil óánægja meðal sundlaugargesta með þennan kalda pott. Hann var í raun hugsaður til bráðabirgða og ég var alltaf að heyra af þessari óánægju, svo ég ákvað bara að ganga í málið,“ segir Helga Guðrún en potturinn er afar lítill og komast einungis tveir fyrir í honum. Hún bendir á að stíga þurfi upp tvær járntröppur og svo klofa yfir brún kalda pottsins til þess að komast í hann. „Það sækja 1500 manns laugina á hverjum degi og fólk hefur talað um þetta lengi, því það eru ýmsir sundlaugagestir sem geta ekki komið sér í pottinn, eru kannski með stálmjöðm eða þess háttar.“ Einungis tveir komast fyrir í pottinum og eiga margir hverjir erfitt með eða geta alls ekki komist í pottinn vegna aðgengismála. Aðsend Því hafi Helga gengið í verkið og voru íbúar fljótir að flykkja sér að baki málstaðnum og skrá nafn sitt á undirskriftarlistann. Helga tekur fram að Kópavogsbær sé heilsueflandi bær og hafi haldið á slíkum málum af myndarskap undanfarin ár. „Þetta er nefnilega svo mikil heilsulind. Kaldur pottur bætur heilsu og Kópavogsbær hefur alltaf sinnt þessum málum vel. Það er í raun sparnaður fólginn í því að koma nýjum potti fyrir og infrarauðum klefa því bærinn fær þetta borgað margfalt til baka með bættri heilsu fólks.“ Rennibrautir og flísar endurnýjaðar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir í svörum við fyrirspurn Vísis vegna málsins að frábært sé að finna fyrir áhuga þeirra 600 íbúa sem skrifa undir áskorunina. „Við erum að sjálfsögðu alltaf tilbúin að hlusta á það sem má gera betur og tökum vel í góðar tillögur er snúa að því að bæta bæinn okkar.“ Gert sé ráð fyrir því í fjárhagsáætlun þessa árs að rennibrautir og flísar á útilaugum Kópavogslaugar verði endurnýjaðar. „En við erum bundin af áætlun hvers árs. Það verður því klárlega tekið tillit til þessara ábendinga í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.“
Kópavogur Sundlaugar Slysavarnir Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24