Staðreyndir um Reynisfjöru Íris Guðnadóttir skrifar 4. september 2023 14:00 Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun