Gelkúlur úr leikfangabyssum valda usla á leikskólalóðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. maí 2023 20:01 Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Heilsuleikskólanum Kór hefur eytt síðustu dögum í hreinsunarstarf. Arnar Gelkúlur úr leikfangabyssum eru farnar að valda usla á leikskólalóðum landsins. Kennarar biðla til foreldra barna og unglinga að halda byssunum frá leikskólalóðum enda komist kúlurnar auðveldlega í litla munna, nef og eyru. Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira
Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira
Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34