Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 10:15 Carlos Galera vakti athygli á stórhættulegu athæfi kvennanna inn á hópnum „Stupid things people do in Iceland“. Carlos Mondragón Galera Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“ Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00