Dæmi um börn í öðrum bekk með hnífa í grunnskólum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. september 2023 19:35 Eyþór Víðisson, löggæslu- og öryggisfræðingur hefur miklar áhyggjur af öryggi kennara og starfsfólki grunnskóla. Vísir/Arnar Dæmi er um að börn í öðrum og þriðja bekk hafi mætt með hnífa í skólann hér á landi. Sérfræðingur í öryggisgæslu hefur verulegar áhyggjur af þróuninni. Aukinn hnífaburður ungmenna hefur verið mikið til umræðu og lögregla hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun. Á dögunum fengu foreldrar grunnskólabarna í Kópavogi bréf þar sem þeim var tjáð að borið hefði á því að unglingar gengju með hnífa á sér og tækju þá með í skólann. Öryggis-og löggæslufræðingur fagnar aukinni umræðu. „Þarna eru skólayfirvöld í Kópavogi væntanlega að sýna eitthvað frumkvæði sem er bara aðdáunarvert. Um að við foreldrarnir tölum við börnin og að þau fái skýr skilaboð um að þetta sé algjörlega óásættanlegt.“ Sérgrein Eyþórs er öryggi starfsfólks en hann segir mikið mæða á kennurum og starfsfólki skóla sem oft þurfi að stíga inn í átök. „Þetta er alveg ofboðslega mikið af fólki sem er að vinna sína vinnu, sem er nógu erfið fyrir, að það sé ekki núna að bætast við að krakkar, sem margir hverjir eru í miklu uppnámi og sumir hverjir þokkalega stórir, bara eins og fullorðið fólk, séu farnir að ganga með hnífa. Ekki kannski allir, en nógu margir til að við þurfum að fara hafa verulegar áhyggjur.“ Veit af tugum tilfella Eyþór segir að langoftast sé um unglinga að ræða en það sé þó ekki algilt, börn á öllum aldri hafi mætt með hnífa í skólann. „Það eru dæmi um krakka i öðrum og þriðja bekk með hníf. Fjöldi tilfella er óljós en þetta er svo alvarlegt að eitt tilfelli er í raun einu tilfelli of mikið. Ég tala nú ekki um þessa tugi sem maður veit um, það er bara allt of mikið. Við þurfum að fara stíga niður, ég held að það bara finni það allir að það sem er að gerast í þjóðfélaginu, það sem er að gerast hérna um helgar, það er líka að gerast í skólum.“ Eyþór kallar eftir samstilltu þjóðarátaki til að bregðast við auknum hnífaburði ungmenna.Vísir/Arnar Eyþór kallar eftir harðari viðurlögum við vopnalagabrotum og að samfélagið allt taki höndum saman til að útrýma hnífaburði. „Sem sérfræðingur í vinnuvernd og öryggi starfsfólks þá brennur það á mér að losna við hnífana úr skólnunum. Þar þarf að hugsa um þetta sem hverja aðra ógn, hún er alvarleg og það ber að taka hana alvarlega. Við þurfum öll að leggjast á eitt að fara að taka fyrir þetta, að krakkar séu að mæta með hnífa í skólann.“ Þeir eru svo aðgengilegir, meðfærilegir og ógeðslega lúmskir því þeir eru stórhættulegir Hvetur til samtals við börnin Amanda Karima Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar segir að þrátt fyrir að tilfellin hafi sem betur fer ekki verið mörg hafi þótt ástæða til að senda foreldrum grunnskólabarna bæjarins bréf nú í uppafi skólaárs varðandi hnífaburð. „Þar sem tilfellin hafa komið upp þá fannst okkur ástæða til að senda bréfið út til foreldra eða forsjáaðila barna til upplýsinga og til að skerpa á þeim reglum sem gilda er þetta varðar.“ Aðspurð um hvort komið hafi upp tilfelli þar sem börnum eða kennurum hafi verið ógnað með hníf vill Amanda ekki tjá sig um það en segir að upp hafi komið misalvarleg atvik. „Tilvikin eru auðvitað bara mismunandi. Við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilvik en við teljum þó ástæðu til að skerpa á þessu og að foreldrar taki líka samtalið við börnin sín.“ Hér má sjá bréfið sem foreldrum grunnskólabarna í Kópavogi barst í vikunni. Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Slysavarnir Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Aukinn hnífaburður ungmenna hefur verið mikið til umræðu og lögregla hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun. Á dögunum fengu foreldrar grunnskólabarna í Kópavogi bréf þar sem þeim var tjáð að borið hefði á því að unglingar gengju með hnífa á sér og tækju þá með í skólann. Öryggis-og löggæslufræðingur fagnar aukinni umræðu. „Þarna eru skólayfirvöld í Kópavogi væntanlega að sýna eitthvað frumkvæði sem er bara aðdáunarvert. Um að við foreldrarnir tölum við börnin og að þau fái skýr skilaboð um að þetta sé algjörlega óásættanlegt.“ Sérgrein Eyþórs er öryggi starfsfólks en hann segir mikið mæða á kennurum og starfsfólki skóla sem oft þurfi að stíga inn í átök. „Þetta er alveg ofboðslega mikið af fólki sem er að vinna sína vinnu, sem er nógu erfið fyrir, að það sé ekki núna að bætast við að krakkar, sem margir hverjir eru í miklu uppnámi og sumir hverjir þokkalega stórir, bara eins og fullorðið fólk, séu farnir að ganga með hnífa. Ekki kannski allir, en nógu margir til að við þurfum að fara hafa verulegar áhyggjur.“ Veit af tugum tilfella Eyþór segir að langoftast sé um unglinga að ræða en það sé þó ekki algilt, börn á öllum aldri hafi mætt með hnífa í skólann. „Það eru dæmi um krakka i öðrum og þriðja bekk með hníf. Fjöldi tilfella er óljós en þetta er svo alvarlegt að eitt tilfelli er í raun einu tilfelli of mikið. Ég tala nú ekki um þessa tugi sem maður veit um, það er bara allt of mikið. Við þurfum að fara stíga niður, ég held að það bara finni það allir að það sem er að gerast í þjóðfélaginu, það sem er að gerast hérna um helgar, það er líka að gerast í skólum.“ Eyþór kallar eftir samstilltu þjóðarátaki til að bregðast við auknum hnífaburði ungmenna.Vísir/Arnar Eyþór kallar eftir harðari viðurlögum við vopnalagabrotum og að samfélagið allt taki höndum saman til að útrýma hnífaburði. „Sem sérfræðingur í vinnuvernd og öryggi starfsfólks þá brennur það á mér að losna við hnífana úr skólnunum. Þar þarf að hugsa um þetta sem hverja aðra ógn, hún er alvarleg og það ber að taka hana alvarlega. Við þurfum öll að leggjast á eitt að fara að taka fyrir þetta, að krakkar séu að mæta með hnífa í skólann.“ Þeir eru svo aðgengilegir, meðfærilegir og ógeðslega lúmskir því þeir eru stórhættulegir Hvetur til samtals við börnin Amanda Karima Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar segir að þrátt fyrir að tilfellin hafi sem betur fer ekki verið mörg hafi þótt ástæða til að senda foreldrum grunnskólabarna bæjarins bréf nú í uppafi skólaárs varðandi hnífaburð. „Þar sem tilfellin hafa komið upp þá fannst okkur ástæða til að senda bréfið út til foreldra eða forsjáaðila barna til upplýsinga og til að skerpa á þeim reglum sem gilda er þetta varðar.“ Aðspurð um hvort komið hafi upp tilfelli þar sem börnum eða kennurum hafi verið ógnað með hníf vill Amanda ekki tjá sig um það en segir að upp hafi komið misalvarleg atvik. „Tilvikin eru auðvitað bara mismunandi. Við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilvik en við teljum þó ástæðu til að skerpa á þessu og að foreldrar taki líka samtalið við börnin sín.“ Hér má sjá bréfið sem foreldrum grunnskólabarna í Kópavogi barst í vikunni.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Slysavarnir Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira