Slysavarnir

Fréttamynd

Enginn fari niður í fjöru í Reynis­fjöru

Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólarhringinn og er sérstaklega bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverðar.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi í sund­laugum

Sundlaugamenning Íslendinga er einstök og skipa sundlaugarnar stóran sess í lífi margra. Í upphafi voru sundlaugar byggðar til sundkennslu en í dag hafa þær fjölþættu hlutverki að gegna til heilsuræktar, slökunar og leikja sem gerir þær að líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsulind.

Skoðun
Fréttamynd

Förum var­lega í um­ferðinni

Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst.

Skoðun
Fréttamynd

Góð ráð til að fljúga ekki á hausinn

Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa.

Skoðun
Fréttamynd

Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. 

Innlent
Fréttamynd

Hálku­slys

Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum.

Skoðun
Fréttamynd

Salthrúgur á tólf stöðum í borginni

Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Forðumst flug­elda­slys

Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun.

Skoðun
Fréttamynd

Frið­sæl jól

Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist.

Skoðun
Fréttamynd

Dauð­þreytt á kol­niða­myrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“

Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur.

Innlent
Fréttamynd

Er sumar­bú­staðurinn öruggur fyrir veturinn?

„Orsök tjóns á sumarhúsinu má rekja til leka á heitu vatni sem rann yfir talsverðan tíma án þess að nokkur yrði þess var. Vatn náði að frjósa í lögnum að öllum líkindum vegna bilunar á hringrásardælu fyrir ofnakerfi hússins og síðan hefur byrjað að leka úr rifnum lögnum í næstu þýðu. Slökkvilið var kallað út til að aðstoða við að dæla upp vatni og að þeirra sögn var meira en 10cm vatn yfir öllu gólfi hússins þegar þeir komu á staðinn og mikil gufa í flestum rýmum.“

Skoðun
Fréttamynd

Leigusalar verði að átta sig á á­byrgðinni

Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans

Innlent
Fréttamynd

Fengu veltibílinn að gjöf

Yfir fjögurhundruð þúsund manns hafa upplifað bílveltu í veltibílnum, sem Brautin, bindindisfélag ökumanna hefur rekið frá árinu 1995. Í dag færði Brautin Slysavarnafélaginu Landsbjörg veltibílinn að gjöf. 

Innlent
Fréttamynd

Upp­lýsum ferða­menn

Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi.

Skoðun
Fréttamynd

Rýmingaráætlun fyrir Grinda­vík komin út

Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku.

Innlent
Fréttamynd

Hrikalega sýnileg

Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október.

Skoðun
Fréttamynd

„Það eina sem hélt mér fastri var bíl­beltið“

„Ég horfi öðrum augum á lífið eftir þetta allt. Það er ótrúlegt að það þurfi ekki nema bara eitt augnablik og þá breytist lífið alveg. Allt í einu var mér bara kippt úr úr lífinu eins og ég þekkti það,“ segir hin tvítuga Þórhildur Björg Þorsteinsdóttir en hún lenti í alvarlegri bílveltu á Krýsuvíkurvegi fyrir tæpu ári og hefur síðan þá gengið í gegnum erfitt bataferli.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­rúðu­við­gerð er ó­keypis og um­hverfis­væn

Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það.

Skoðun