Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 16:23 Svona líta bílarnir út. Bílstjórinn situr í að framan en gafflarnir lyfta að framan. Terra varar við því að fólk gangi undir þegar tæming fer fram. Terra Terra umhverfisþjónusta varar við því að fólk gangi undir gáma þegar bílstjórar þeirra vinna við að tæma þá. Í tilkynningu kemur fram að bílstjórar Terra umhverfisþjónustu hafi undanfarið orðið varir við það að fólk gangi undir gáma þegar verið er að hífa þá upp til að tæma. Markaðsstjóri segir málið alvarlegt og þau vilja vara við þessari hegðun. „Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eitthvað kemur upp á og gámurinn fellur á viðkomandi. Umgöngumst stór ökutæki með varúð og förum aldrei undir hluti sem verið er að lyfta eða hífa,“ segir í tilkynningu frá Terra í gær. Gámarnir sem um ræðir.Terra Erna Björk Häsler markaðsstjóri Terra segir þetta ekki eiga við þegar bílarnir eru að hífa upp djúpgámana til að tæma þá heldur eigi þetta frekar við þegar bílarnir taki minni gáma með göfflum að framan til að tæma þá ofan í bílinn. „Bílarnir eru með gafla sem þeir nota til að lyfta og sturta aftur fyrir sig,“ segir Erna Björk. Geta lítið gert einir í bílnum Í þessum bílum þurfi bílstjórarnir að sitja inni í bílnum á meðan bílstjórar sem tæmi djúpgáma standi úti og geti gripið fyrr inn í. „Bílstjórinn er einn og getur lítið gert þegar einhver hleypur undir. Nú er þetta búið að gerast það oft að við ákváðum að setja út þessa færslu til að vara við þessu. Þannig fólk geti talað við börn og aðra. Gámarnir eru auðvitað svakalega þungir og sérstaklega þegar þeir eru fullir. Svo er þetta ágætis hæð sem er verið að lyfta þeim í. Eftir að við vorum komin með nokkrar tilkynningar þá bað öryggisstjóri að það yrði eitthvað gert. Svo fólk átti sig á því hversu alvarlegt það er. Það þarf ekki nema nokkrar sekúndur. Búnaðurinn getur klikkað og þetta gæti dottið.“ Bæði börn og fullorðnir Hún segir bílstjórana bæði hafa staðið börn og fullorðna að því að hlaupa undir gámana. „Börnin kannski fatta ekki hversu hættulegt þetta er. En við viljum minna á þetta því okkur finnst það okkar ábyrgð að upplýsa um það þegar eitthvað svona er að koma ítrekað upp. Það skiptir okkur máli.“ Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
„Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eitthvað kemur upp á og gámurinn fellur á viðkomandi. Umgöngumst stór ökutæki með varúð og förum aldrei undir hluti sem verið er að lyfta eða hífa,“ segir í tilkynningu frá Terra í gær. Gámarnir sem um ræðir.Terra Erna Björk Häsler markaðsstjóri Terra segir þetta ekki eiga við þegar bílarnir eru að hífa upp djúpgámana til að tæma þá heldur eigi þetta frekar við þegar bílarnir taki minni gáma með göfflum að framan til að tæma þá ofan í bílinn. „Bílarnir eru með gafla sem þeir nota til að lyfta og sturta aftur fyrir sig,“ segir Erna Björk. Geta lítið gert einir í bílnum Í þessum bílum þurfi bílstjórarnir að sitja inni í bílnum á meðan bílstjórar sem tæmi djúpgáma standi úti og geti gripið fyrr inn í. „Bílstjórinn er einn og getur lítið gert þegar einhver hleypur undir. Nú er þetta búið að gerast það oft að við ákváðum að setja út þessa færslu til að vara við þessu. Þannig fólk geti talað við börn og aðra. Gámarnir eru auðvitað svakalega þungir og sérstaklega þegar þeir eru fullir. Svo er þetta ágætis hæð sem er verið að lyfta þeim í. Eftir að við vorum komin með nokkrar tilkynningar þá bað öryggisstjóri að það yrði eitthvað gert. Svo fólk átti sig á því hversu alvarlegt það er. Það þarf ekki nema nokkrar sekúndur. Búnaðurinn getur klikkað og þetta gæti dottið.“ Bæði börn og fullorðnir Hún segir bílstjórana bæði hafa staðið börn og fullorðna að því að hlaupa undir gámana. „Börnin kannski fatta ekki hversu hættulegt þetta er. En við viljum minna á þetta því okkur finnst það okkar ábyrgð að upplýsa um það þegar eitthvað svona er að koma ítrekað upp. Það skiptir okkur máli.“
Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira