Er slysahætta í kringum sorpílátið heima hjá þér? Anna Jóna Kjartansdóttir og Pétur Gísli Jónsson skrifa 10. júní 2025 14:01 Sorpílát eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. Við viljum öll að þau séu tæmd reglulega en treystir þú þér til að lyfta eða koma ílátinu þínu út að götu þar sem ökutækin okkar tæma þau? Og hugsaðu um hverfið þitt og öll ílátin þar, myndir þú treysta þér til að losa þau líka og næstu hverfi til viðbótar? Nú þegar snjór og hálka úr sögunni, er kjörið tækifæri til að endurmeta aðstæður og gera umbætur áður en erfiðari haust- og vetraraðstæður taka við að nýju. Vaxandi fjöldi íláta – og áskoranir með þeim Síðustu ár hefur sorpílátum fjölgað um land allt, ekki síst vegna aukinnar flokkunar. Það sem á að stuðla að sjálfbærni og betra umhverfi getur þó skapað vandamál ef ílátin eru illa staðsett eða aðgengi þeirra erfitt – bæði fyrir notendur og starfsfólk í sorphirðu. Við hjá Terra losum tugþúsundir íláta á hverju ári um allt land. Við sjáum í okkar verkefnum hversu mismunandi aðstæður geta verið á milli heimila og hverfa. Víða eru ílátin staðsett þannig að ómögulegt er að nálgast þau – þröngir stígar, brattar tröppur eða illa við haldið svæði gera aðgengi hættulegt eða í einhverjum tilfellum óframkvæmanlegt. Áhætta fyrir starfsfólk og íbúa Ýmsar aðstæður skapa ekki aðeins óþægindi heldur fela í sér verulega hættu fyrir bæði starfsfólk og íbúa. Starfsfólk Terra þarf oft að lyfta og draga þung ílát yfir ótryggt undirlag eða í gegnum þröng og hættuleg svæði, sem eykur líkamlegt álag og slysahættu. Það er á ábyrgð eigenda hvers heimilis og fyrirtækja að aðgengi sé í lagi bæði á sumrin og á veturna. Það snýr að því að aðgengi að ílátum sé greitt, að ekkert sé fyrir og tröppur, gangstígar séu hreinsað t.d. af snjó og klaka á veturnar. Ílátin eru jafnframt oft staðsett nærri gönguleiðum, hjólastígum og leiksvæðum þar sem íbúar, þar á meðal börn og gangandi vegfarendur eiga leið um. Ef ílát eru ranglega staðsett eða erfitt er að nálgast þau getur það skapað hættu fyrir bæði starfsfólk og almenning. Lausnir í sameiningu Við höfum undanfarið unnið að uppfærslu á áhættumati allra starfa innan Terra. Í þeirri vinnu höfum við tekið út aðstæður hjá heimilum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum víðs vegar um landið. Við höfum jafnframt sent ábendingar og myndir til ábyrgðaraðila íláta með tillögum að úrbótum. En fleiri þurfa að koma að borðinu. Sveitarfélög og íbúar gegna lykilhlutverki í því að bæta aðgengi og öryggi. Samráð við íbúa áður en breytingar eru gerðar er mikilvægt – margar nytsamlegar hugmyndir koma einmitt frá þeim sem nýta svæðin daglega. Með sameiginlegu átaki má breyta gömlum og óhentugum lausnum í öruggar, snyrtilegar og sjálfbærar. Saman að betra nærumhverfi Við verðum að muna að sorpílát eru mikilvæg eining í umhverfinu og okkar daglega lífi. Rétt staðsetning og gott aðgengi að þeim skilar sér í betri flokkun, skilvirkari vinnu og öruggari aðstæðum – fyrir alla. Nú er rétti tíminn. Við hvetjum þig til að kynna þér aðgengi að sorpílátum á þínu heimili og vinnustað. Komum okkur saman um að bæta aðstæður – og komum öll heil heim. Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða-,umhverfis- og öryggisstjóri Terra og Pétur Gísli Jónsson, forstöðumaður söfnunar og sorphirðu hjá Terra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Sjá meira
Sorpílát eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. Við viljum öll að þau séu tæmd reglulega en treystir þú þér til að lyfta eða koma ílátinu þínu út að götu þar sem ökutækin okkar tæma þau? Og hugsaðu um hverfið þitt og öll ílátin þar, myndir þú treysta þér til að losa þau líka og næstu hverfi til viðbótar? Nú þegar snjór og hálka úr sögunni, er kjörið tækifæri til að endurmeta aðstæður og gera umbætur áður en erfiðari haust- og vetraraðstæður taka við að nýju. Vaxandi fjöldi íláta – og áskoranir með þeim Síðustu ár hefur sorpílátum fjölgað um land allt, ekki síst vegna aukinnar flokkunar. Það sem á að stuðla að sjálfbærni og betra umhverfi getur þó skapað vandamál ef ílátin eru illa staðsett eða aðgengi þeirra erfitt – bæði fyrir notendur og starfsfólk í sorphirðu. Við hjá Terra losum tugþúsundir íláta á hverju ári um allt land. Við sjáum í okkar verkefnum hversu mismunandi aðstæður geta verið á milli heimila og hverfa. Víða eru ílátin staðsett þannig að ómögulegt er að nálgast þau – þröngir stígar, brattar tröppur eða illa við haldið svæði gera aðgengi hættulegt eða í einhverjum tilfellum óframkvæmanlegt. Áhætta fyrir starfsfólk og íbúa Ýmsar aðstæður skapa ekki aðeins óþægindi heldur fela í sér verulega hættu fyrir bæði starfsfólk og íbúa. Starfsfólk Terra þarf oft að lyfta og draga þung ílát yfir ótryggt undirlag eða í gegnum þröng og hættuleg svæði, sem eykur líkamlegt álag og slysahættu. Það er á ábyrgð eigenda hvers heimilis og fyrirtækja að aðgengi sé í lagi bæði á sumrin og á veturna. Það snýr að því að aðgengi að ílátum sé greitt, að ekkert sé fyrir og tröppur, gangstígar séu hreinsað t.d. af snjó og klaka á veturnar. Ílátin eru jafnframt oft staðsett nærri gönguleiðum, hjólastígum og leiksvæðum þar sem íbúar, þar á meðal börn og gangandi vegfarendur eiga leið um. Ef ílát eru ranglega staðsett eða erfitt er að nálgast þau getur það skapað hættu fyrir bæði starfsfólk og almenning. Lausnir í sameiningu Við höfum undanfarið unnið að uppfærslu á áhættumati allra starfa innan Terra. Í þeirri vinnu höfum við tekið út aðstæður hjá heimilum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum víðs vegar um landið. Við höfum jafnframt sent ábendingar og myndir til ábyrgðaraðila íláta með tillögum að úrbótum. En fleiri þurfa að koma að borðinu. Sveitarfélög og íbúar gegna lykilhlutverki í því að bæta aðgengi og öryggi. Samráð við íbúa áður en breytingar eru gerðar er mikilvægt – margar nytsamlegar hugmyndir koma einmitt frá þeim sem nýta svæðin daglega. Með sameiginlegu átaki má breyta gömlum og óhentugum lausnum í öruggar, snyrtilegar og sjálfbærar. Saman að betra nærumhverfi Við verðum að muna að sorpílát eru mikilvæg eining í umhverfinu og okkar daglega lífi. Rétt staðsetning og gott aðgengi að þeim skilar sér í betri flokkun, skilvirkari vinnu og öruggari aðstæðum – fyrir alla. Nú er rétti tíminn. Við hvetjum þig til að kynna þér aðgengi að sorpílátum á þínu heimili og vinnustað. Komum okkur saman um að bæta aðstæður – og komum öll heil heim. Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða-,umhverfis- og öryggisstjóri Terra og Pétur Gísli Jónsson, forstöðumaður söfnunar og sorphirðu hjá Terra.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun