Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2025 22:56 Það hafa komið upp dæmi þar sem mjög ung börn finna nikótínpúða á leikvelli og stingi upp í sig. Vísir/Rakel Ósk Símtöl í eitrunarsímann eru að færast í aukana, meðal annars vegna nikótínpúða. Bæði gerist það að símtöl berist um ungbörn hafa komist í snertingu við púða, og um eldri einstaklinga sem verði fyrir nikótíneitrun, meðal annars vegna þess að þeir gleypi slíka púða í svefni. Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“ Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Sjá meira
Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“
Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Sjá meira