Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar 16. desember 2024 09:02 Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum. Ég eins og líklega flestir aðrir hef gaman af því að lýsa upp heimilið með kertum og ýmis konar ljósaskreytingum en það hefur stundum verið skrautlegt að leysa úr „innstunguvandanum“ því á þessum árstíma finnst mér alltaf vanta fleiri innstungur á heimilinu. Við fullorðna fólkið höfum öll heyrt forvarnarskilaboð gegnum tíðina í tengslum við að fara varlega með kerti, hafa reykskynjara í hverju herbergi, skipta um batterí einu sinni á ári í reykskynjurum og þar fram eftir götunum en börnin okkar e.t.v. ekki og því er góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Við þurfum líka að sýna börnunum okkar hvar slökkvitæki og eldvarnarteppi eru geymd og fara yfir flóttaleiðir húsnæðisins. En innstunguvandinn er raunverulegur og mögulega hættulegur. Lausnin sem við grípum til er oftar en ekki fjöltengi. Það eru nokkrar meginreglur sem við þurfum að hafa í huga í tengslum við notkun á þeim: Notum fjöltengi með rofa svo auðvelt sé að slökkva á raftækjum sem við þurfum ekki að nota yfir nóttina Tengjum aldrei fjöltengi við annað fjöltengi vegna aukinnar hættu á yfirálagi og hitamyndun Notum ekki fjöltengi fyrir orkufrek tæki eins og þvottavélar, þurrkara, ísskápa, örbylgjuofna, hraðsuðukatla og hárblásara Notum aldrei fjöltengi til að hlaða rafmagnsbíla og rafmagnshlaupahjól Margt annað ber að varast varðandi rafmagnið sem gott er að vita og gott að lesa sér til um. Við Íslendingar vitum hvað við erum heppin með rafmagn á hagstæðu verði hér á landi, erum því ansi rafmagnsvædd og stór hluti bílaflotans knúinn raforku. Gæta þarf öryggis við hleðslu ökutækja og sérstaklega skal varast að nota venjulega heimilisinnstungu við hleðslu þeirra í langan tíma. Slíkur kapall fylgir almennt rafmagnsbílum en hann er ekki hugsaður sem meginlausn við hleðslu ökutækis. Þá er afar mikilvægt að nota eingöngu hleðslutæki sem ætluð eru viðkomandi raftækjum svo sem hleðslutækjum sem fylgja rafmagnshlaupahjólum og rafmagnshjólum, til að hlaða, en ekki bara eitthvað sem passar og virkar. Við heyrum því miður alltof oft af eldvoðum þar sem manntjón verður sem er alltaf jafn hræðilegt og sorglegt, en þá er ekki horft til þeirra sem slasast alvarlega, þeirra sem missa ættingja í brunum sem og eignatjón. Pössum okkur sérstaklega vel yfir jólin, hugum að brunavörnum. Samtök rafverktaka (Sart), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hafa gefið út leiðbeiningar um það sem gott er að vita varðandi rafmagn og brunavarnir í þeim efnum. Við hvetjum alla til að kynna sér þær. Höfundur er lögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Jól Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Sjá meira
Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum. Ég eins og líklega flestir aðrir hef gaman af því að lýsa upp heimilið með kertum og ýmis konar ljósaskreytingum en það hefur stundum verið skrautlegt að leysa úr „innstunguvandanum“ því á þessum árstíma finnst mér alltaf vanta fleiri innstungur á heimilinu. Við fullorðna fólkið höfum öll heyrt forvarnarskilaboð gegnum tíðina í tengslum við að fara varlega með kerti, hafa reykskynjara í hverju herbergi, skipta um batterí einu sinni á ári í reykskynjurum og þar fram eftir götunum en börnin okkar e.t.v. ekki og því er góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Við þurfum líka að sýna börnunum okkar hvar slökkvitæki og eldvarnarteppi eru geymd og fara yfir flóttaleiðir húsnæðisins. En innstunguvandinn er raunverulegur og mögulega hættulegur. Lausnin sem við grípum til er oftar en ekki fjöltengi. Það eru nokkrar meginreglur sem við þurfum að hafa í huga í tengslum við notkun á þeim: Notum fjöltengi með rofa svo auðvelt sé að slökkva á raftækjum sem við þurfum ekki að nota yfir nóttina Tengjum aldrei fjöltengi við annað fjöltengi vegna aukinnar hættu á yfirálagi og hitamyndun Notum ekki fjöltengi fyrir orkufrek tæki eins og þvottavélar, þurrkara, ísskápa, örbylgjuofna, hraðsuðukatla og hárblásara Notum aldrei fjöltengi til að hlaða rafmagnsbíla og rafmagnshlaupahjól Margt annað ber að varast varðandi rafmagnið sem gott er að vita og gott að lesa sér til um. Við Íslendingar vitum hvað við erum heppin með rafmagn á hagstæðu verði hér á landi, erum því ansi rafmagnsvædd og stór hluti bílaflotans knúinn raforku. Gæta þarf öryggis við hleðslu ökutækja og sérstaklega skal varast að nota venjulega heimilisinnstungu við hleðslu þeirra í langan tíma. Slíkur kapall fylgir almennt rafmagnsbílum en hann er ekki hugsaður sem meginlausn við hleðslu ökutækis. Þá er afar mikilvægt að nota eingöngu hleðslutæki sem ætluð eru viðkomandi raftækjum svo sem hleðslutækjum sem fylgja rafmagnshlaupahjólum og rafmagnshjólum, til að hlaða, en ekki bara eitthvað sem passar og virkar. Við heyrum því miður alltof oft af eldvoðum þar sem manntjón verður sem er alltaf jafn hræðilegt og sorglegt, en þá er ekki horft til þeirra sem slasast alvarlega, þeirra sem missa ættingja í brunum sem og eignatjón. Pössum okkur sérstaklega vel yfir jólin, hugum að brunavörnum. Samtök rafverktaka (Sart), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hafa gefið út leiðbeiningar um það sem gott er að vita varðandi rafmagn og brunavarnir í þeim efnum. Við hvetjum alla til að kynna sér þær. Höfundur er lögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun