Komum heil heim eftir hvítasunnuhelgina Ágúst Mogensen skrifar 5. júní 2025 10:02 Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun