Hvalir

Fréttamynd

Evrópu­þing­menn hvetja yfir­völd til að láta af hval­veiðum

Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Dýravelferð dýranna

Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt.

Skoðun
Fréttamynd

Jane Goodall hvetur ís­lensk stjórn­völd til að hætta hval­veiðum

Kæri forseti Halla Tómasdóttir, kæri forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Ég heiti Jane Goodall, og ég hef helgað lífi mínu vernd og velferð villtra dýra. Og reyndar líka þeirra sem lifa í haldi manna, en sérstaklega villtra simpansa, og nú nýlega einnig fíla, mauraæta, höfrunga og hvala.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ráðningu Jóns í ráðu­neytið ekki koma til af góðu

Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Hvaldí­mír drapst af völdum bakteríu­sýkingar

Mjaldurinn Hvaldímír drapst í kjölfar bakteríusýkingar sem hann fékk vegna sárs í munni eftir prik sem sat fast. Það sýna niðurstöður krufningar. Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Engar byssukúlur fundust í mjaldrinum við skoðun. 35 sentímetra langt og þriggja sentímetra breitt prik var fast í munni mjaldursins og er talið að prikið hafi valdið sýkingu sem svo leiddi til dauða hans.

Erlent
Fréttamynd

Selur slapp úr hvalskjafti

Ferðamenn í Hvalaskoðun undan ströndum Washington-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku sáu heldur óhefðbundna sýn þegar þau sáu sel í hvalskjafti. Hnúfubakurinn hafði óvart gleypt selinn en kom aftur upp á yfirborðið til að losna við selinn.

Lífið
Fréttamynd

Segja Hvaldimír hafa verið skotinn

Dýraverndarhópar í Noregi segja að Semjon, sem gjarnan var kallaður Hvaldimír, „njósnamjaldurinn“ frægi, hafi verið skotinn. Forsvarsmenn Noah og One Whale hafa farið fram á að dauðu hvalsins verði rannsakaður af lögreglunni í Noregi.

Erlent
Fréttamynd

Njósnamjaldurinn Hvaldimir allur

Mjaldurinn geðþekki Semjon, betur þekktur sem Hvaldimir, er allur. Sá komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum fyrir að vera sérlega gæfur, en mögulega ekki allur þar sem hann var séður. 

Erlent
Fréttamynd

Af jöklum og hvölum

Þann 18. ágúst síðastliðinn hélt hópur fræðimanna, blaðamanna og göngufólks upp á jökulinn Ok til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því hann lést. Í Ágúst 2019 var settur upp minningarskjöldur til heiðurs Ok og þar voru orð Andra Snæs Magnasonar rituð.

Skoðun
Fréttamynd

Steypi­reyður strandaði við Þor­láks­höfn

Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimm­tán ára fangelsis­vist

Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum.

Erlent
Fréttamynd

Frakk­lands­for­seti blandar sér í mál hvalavinarins

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta.

Erlent
Fréttamynd

„Það er þetta við­varandi ó­lög­mæti“

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega.

Innlent
Fréttamynd

Sá sæng sína upp reidda

Ekkert verður af hrefnuveiðum Þórs Steinars Lárussonar næsta árið sem hann hefur leyfi til að veiða hrefnur yfirleitt. Hann þarf leyfi til fleiri ára, annars óttast hann að brenna inni með allan kostnað.

Innlent
Fréttamynd

Vilja banna hval­veiðar með lögum

Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna.

Innlent
Fréttamynd

Bjark­ey verði að sæta á­byrgð

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. 

Innlent
Fréttamynd

Sér ekki fyrir sér hval­veiðar í sumar

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. segist ekki búast við því að geta veitt hval í sumar þrátt fyrir leyfi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf út í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru engar eðli­legar eða venju­legar dýra­veiðar“

Matvælaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir ákvörðun sína um að heimila hvalveiðar úr mörgum ólíkum áttum. Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands og Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru yfir málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Ólíðandi mis­beiting matvælaráðherra á valdi

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blasa við að málsmeðferð matvælaráðherra í hvalveiðimálinu sé engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins. Rökin sem ráðherrann færi fyrir langdreginni málsmeðferð standist enga skoðun.

Innlent
Fréttamynd

„Svartur dagur fyrir dýravelferð á Ís­landi“

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 

Innlent
Fréttamynd

Segja á­kvörðun Bjark­eyjar í ber­höggi við stjórnar­skrá

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin skref í rétta átt

Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 

Innlent