„Myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 10:12 Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur varar við sundi með hvölum. Vísir/oliverhoesch Hvalasérfræðingur ráðleggur fólki ekki að stinga sér til sunds með háhyrningum eða öðrum hvölum, það geti verið mjög áhættusamt. Myndskeið af sjóbrettamanni á Snæfellsnesi að synda með torfu háhyrninga vakti athygli í vikunni. Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“ Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“
Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira