„Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 21:00 Jákob Csongor Losonc, kokkur á fosshótel á Hellnum. vísir/oliverhoesch Maður sem lék sér á sjóbretti í gær segist ekki hafa orðið skelkaður þegar hann var skyndilega umkringdur níu háhyrningum. Hann og háhyrningarnir séu orðnir góðir félagar eftir fjölmarga klukkutíma úti á sjó. Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan. Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan.
Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira