Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 22:07 Hvalirnir reyndust vera á sjöunda tug. Arna Björk Valgeirsdóttir Öllum grindhvölunum sem festust í fjörunni í Ólafsfirði í dag hefur verið komið aftur á flot og út í fjörðinn. Svæðisstjóri fyrir björgunarsveitina Tind segist aldrei hafa búist við að tækist að bjarga þeim öllum. Greint var frá því fyrr í kvöld að vaða sem taldi um fjörutíu grindhvalir hefði strandað við Ólafsfjarðarhöfn en fjöldi þeirra reyndist á sjöunda tug. Aldrei hefur svo stóra vöðu rekið á fjöruna í Ólafsfirði svo lengi sem elstu menn muna. Um leið og tilkynning barst um að hvalirnir væru komnir upp á sand voru ræstar út björgunarsveitir frá Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri en ásamt þeim komu að björguninni lögreglumenn, slökkviliðsmenn íbúar Ólafsfjarðar og jafnvel ferðamenn. Lára Stefánsdóttir situr í svæðisstjórn fyrir hönd björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði og hún segist hafa staðið í forundran þegar henni varð ljóst að þeim hefði tekist að koma hverjum einasta hval á flot. „Það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel. Við áttum ekki von á að ná öllum í burtu. Við stóðum í forundran þegar þetta kláraðist og vöktuðum svo með drónum að sjá hvort þeir færu inn aftur. Þeir voru byrjaðir að reyna en við gátum rekið þá þaðan aftur,“ segir hún. Á meðan björgunarstarfinu stóð flæddi að sem Lára segir hafa auðveldað verkið. Það hafi þó tekið á enda eru grindhvalir ekki léttir. Hún segir fólk hafa streymt að fjörunni til að aðstoða og að fengnar hefðu verið leiðbeiningar um hvernig best væri að bera sig við svona björgunarverkefni. „Ég dáist að þessum mannskap og hvað allir fóru bara í verkefnið. Þetta var heilmikill hellingur samantekinn að halda þeim blautum þeim sem fóru efst. Ég átti aldrei von á að þeir myndu allir synda í burtu,“ segir hún. Hvalir Dýr Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Greint var frá því fyrr í kvöld að vaða sem taldi um fjörutíu grindhvalir hefði strandað við Ólafsfjarðarhöfn en fjöldi þeirra reyndist á sjöunda tug. Aldrei hefur svo stóra vöðu rekið á fjöruna í Ólafsfirði svo lengi sem elstu menn muna. Um leið og tilkynning barst um að hvalirnir væru komnir upp á sand voru ræstar út björgunarsveitir frá Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri en ásamt þeim komu að björguninni lögreglumenn, slökkviliðsmenn íbúar Ólafsfjarðar og jafnvel ferðamenn. Lára Stefánsdóttir situr í svæðisstjórn fyrir hönd björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði og hún segist hafa staðið í forundran þegar henni varð ljóst að þeim hefði tekist að koma hverjum einasta hval á flot. „Það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel. Við áttum ekki von á að ná öllum í burtu. Við stóðum í forundran þegar þetta kláraðist og vöktuðum svo með drónum að sjá hvort þeir færu inn aftur. Þeir voru byrjaðir að reyna en við gátum rekið þá þaðan aftur,“ segir hún. Á meðan björgunarstarfinu stóð flæddi að sem Lára segir hafa auðveldað verkið. Það hafi þó tekið á enda eru grindhvalir ekki léttir. Hún segir fólk hafa streymt að fjörunni til að aðstoða og að fengnar hefðu verið leiðbeiningar um hvernig best væri að bera sig við svona björgunarverkefni. „Ég dáist að þessum mannskap og hvað allir fóru bara í verkefnið. Þetta var heilmikill hellingur samantekinn að halda þeim blautum þeim sem fóru efst. Ég átti aldrei von á að þeir myndu allir synda í burtu,“ segir hún.
Hvalir Dýr Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira