Hvalurinn kominn út á haf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 19:04 Háhyrningurinn í fjörunni í gærkvöldi. Vísir Háhyrningurinn sem strandaði í Grafarvogi í gærkvöldi er kominn út í haf og er frjáls ferða sinna. Hann var kominn út fyrir skerin við flæðarmálið um hálfsexleytið í dag, en björgunarmenn stugguðu við honum og fylgdu honum út fyrir grynningarsvæðið. Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr
Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41
Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56