Framhaldsskólar

Fréttamynd

Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi

Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 

Innlent
Fréttamynd

Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum

Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun.

Innlent
Fréttamynd

Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi

Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. 

Innlent
Fréttamynd

Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical

Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar.

Neytendur
Fréttamynd

Lind Draumland er nýr skólameistari FAS

Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði Lind Draumland Völundardóttur í embættið til fimm ára frá 1. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Sólveig Guðrún er nýr rektor MR

Sólveig Guðrún Hannesdóttir er nýr rektor Menntaskólans í Reykjavík. Sólveig var skipuð í embætti rektors af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, til fimm ára frá 1. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Karl Frí­manns­son nýr skóla­meistari MA

Karl Frímannsson er nýr skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra skipaði Karl Frímannsson í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur hóf­söm orð um náms­mat

„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna.“ Svona hljómar fyrirsögn fréttar Vísis eftir smellin ummæli í síðustu skólaslitaræðu míns gamla skólameistara sem kvaddi Menntaskólann á Akureyri eftir 42 ár sem kennari og skólameistari við skólann.

Skoðun
Fréttamynd

Braut­­­­skráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Íris dúxaði og sópaði til sín verð­launum

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ útskrifaði 24 nemendur við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í liðinni viku. Íris Torfadóttir var dúx skólans og hlaut þrenn verðlaun fyrir námsárangur sinn.

Innlent
Fréttamynd

Kafla­skil í Mennta­skólanum í Reykja­vík

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor.

Innlent
Fréttamynd

Út­skrifast með tíu í meðal­ein­kunn

Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að koma á sáttum í Flensborg

Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara

Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu.

Innlent
Fréttamynd

Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara

Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt.

Innlent
Fréttamynd

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 

Innlent