Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2023 13:10 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti stórtæk uppbyggingaráform varðandi starfsnám í framhaldsskólum. Vísir/Vilhelm Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. Ný spá um fjölgun nema í framhaldsskólum miðar við að fjöldi þeirra sem muni velja verknám á næstu tíu árum verði kominn upp í 42,5%. Stofnkostnaður við uppbygginguna er 6,6 milljarðar. Hlutur ríkisins nemur 4 milljörðum en sveitarfélaganna 2,6 milljarðar. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra í morgun. Umfjöllunarefnið var stórtæk uppbygging starfsnáms í framhaldsskólum landsins. „Kjarni málsins er að nemum í starfsnámi mun fjölga verulega. Á sama tíma mun nemum í bóknámi fækka verulega og við verðum að bregðast við þessari breytingu.“ Ráðherrann byggir þessa fullyrðingu á nýrri mannfjöldaspá Hagstofu íslands en hún gerir ráð fyrir að á næstu tíu árum fari hlutfall nemenda í starfsnámi úr 33,5 % upp í 42,5 %. Langt undir meðaltali Norðurlandanna Hlutfall starfsnema í dag er talsvert undir meðaltali Norðurlandanna sem er 45,5 %. „Við eigum alllangt í land þegar kemur að því að ná meðaltali Norðurlandanna, svo getum við farið til landa eins og Finnlands þar sem á milli 60 og 70% nema fara í starfsnám að loknum grunnskóla.“ Byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsnæði Síðustu ár hefur fjöldi nema í starfsnámi aukist lítillega en þó jafnt og þétt. Til þess að mæta fyrirsjáanlegri aukningu í starfsnámi ætla stjórnvöld að byggja 12-16 þúsund fermetra af húsnæði fyrir verknám á næstu tíu árum. „Við reiknum með því að framhaldsskólar landsins, sem eru með starfsnám í dag, við reiknum með viðbyggingu við þá skóla. Við erum hér bara formlega í dag að setja þá vinnu á fullt og munum setja mikinn pólitískan kraft í það að aðstoða þessa skóla við að fara í gegnum allt það ferli sem þarf áður en til viðbygginga kemur,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30 Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55 Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Ný spá um fjölgun nema í framhaldsskólum miðar við að fjöldi þeirra sem muni velja verknám á næstu tíu árum verði kominn upp í 42,5%. Stofnkostnaður við uppbygginguna er 6,6 milljarðar. Hlutur ríkisins nemur 4 milljörðum en sveitarfélaganna 2,6 milljarðar. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra í morgun. Umfjöllunarefnið var stórtæk uppbygging starfsnáms í framhaldsskólum landsins. „Kjarni málsins er að nemum í starfsnámi mun fjölga verulega. Á sama tíma mun nemum í bóknámi fækka verulega og við verðum að bregðast við þessari breytingu.“ Ráðherrann byggir þessa fullyrðingu á nýrri mannfjöldaspá Hagstofu íslands en hún gerir ráð fyrir að á næstu tíu árum fari hlutfall nemenda í starfsnámi úr 33,5 % upp í 42,5 %. Langt undir meðaltali Norðurlandanna Hlutfall starfsnema í dag er talsvert undir meðaltali Norðurlandanna sem er 45,5 %. „Við eigum alllangt í land þegar kemur að því að ná meðaltali Norðurlandanna, svo getum við farið til landa eins og Finnlands þar sem á milli 60 og 70% nema fara í starfsnám að loknum grunnskóla.“ Byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsnæði Síðustu ár hefur fjöldi nema í starfsnámi aukist lítillega en þó jafnt og þétt. Til þess að mæta fyrirsjáanlegri aukningu í starfsnámi ætla stjórnvöld að byggja 12-16 þúsund fermetra af húsnæði fyrir verknám á næstu tíu árum. „Við reiknum með því að framhaldsskólar landsins, sem eru með starfsnám í dag, við reiknum með viðbyggingu við þá skóla. Við erum hér bara formlega í dag að setja þá vinnu á fullt og munum setja mikinn pólitískan kraft í það að aðstoða þessa skóla við að fara í gegnum allt það ferli sem þarf áður en til viðbygginga kemur,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30 Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55 Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30
Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55
Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?