Segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2023 20:07 Óskar Snorri og Agnes Fríða, nemendur skólans, sem gefa félagslífinu sína bestu einkunn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var hátíðarstemning á Laugarvatni í dag þegar menntaskólinn á staðnum fagnaði 70 ára afmæli sínu. Um 130 nemendur stunda nám við skólann og búa þeir allir á heimavist. Nemendur segja félagslífið langskemmtilegast við skólann. Forseti Íslands var heiðursgestur afmælishátíðarinnar en hátíðardagskráin fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Kór skólans söng tvö lög og svo voru flutt nokkur ávörp og opið hús var í skólanum. Málverk af fyrrverandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni var afhjúpað en Gunnar Júlíusson, listamaður og fyrrverandi nemandi skólans málaði verkið. „Þetta er skóli, sem byggir á öflugum hefðum og öflugu bóknámi en grundvallast kannski fyrst og fremst í góðu félagslífi og þessu lífi, sem skapast og stemmingunni á heimavistinni. Skólinn er mjög vinsæll enda eigum við bara mjög góðu gengi að fagna hér,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Jóna Katrín Hilmarsdóttir með forseta Íslands þegar hann mætti til hátíðardagskrárinnar á Laugarvatni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Kæru Laugvetningar, hjartanlega til hamingju með afmælið og megi Menntaskólinn að Laugarvatni áfram vaxa og dafna landi og þjóð til heilla. Megið þið halda í forna siði en fagna um leið ferskum straumum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands meðal annars í ávarpi sínum. Óskar H. Ólafsson var í fyrsta árgangi skólans. „Við vorum tíu félagarnir, sem útskrifuðumst 1954 fyrsta árið. Skólinn var þá bara eins og hann er núna. Hann saman stóð af góðu fólki, góðum kennurum og góðum nemendum,“ segir Óskar. Óskar H. Ólafsson, sem var í fyrsta árgangi skólans en hann hér með syni sínum, Óskari Hafsteini Óskarssyni, presti í Hruna í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Núverandi nemendur skólans segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft. „Ó já, miklu skemmtilegra, jú, jú, það er eiginlega ekkert hægt að þræta um það,“ segir Agnes Fríða Þórðardóttir stallari skólans. “Það eru ógleymanleg kvöld þegar maður er upp í herbergi með vinum og félögum að spila og spjalla, það er það sem er félagslífið, það erum við krakkarnir, “ segir Óskar Snorri Óskarsson fyrrverandi stallari skólans. Halldóra Páll Halldórsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni er ánægður með málverkið af sér, sem var afhjúpað í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Forseti Íslands var heiðursgestur afmælishátíðarinnar en hátíðardagskráin fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Kór skólans söng tvö lög og svo voru flutt nokkur ávörp og opið hús var í skólanum. Málverk af fyrrverandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni var afhjúpað en Gunnar Júlíusson, listamaður og fyrrverandi nemandi skólans málaði verkið. „Þetta er skóli, sem byggir á öflugum hefðum og öflugu bóknámi en grundvallast kannski fyrst og fremst í góðu félagslífi og þessu lífi, sem skapast og stemmingunni á heimavistinni. Skólinn er mjög vinsæll enda eigum við bara mjög góðu gengi að fagna hér,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Jóna Katrín Hilmarsdóttir með forseta Íslands þegar hann mætti til hátíðardagskrárinnar á Laugarvatni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Kæru Laugvetningar, hjartanlega til hamingju með afmælið og megi Menntaskólinn að Laugarvatni áfram vaxa og dafna landi og þjóð til heilla. Megið þið halda í forna siði en fagna um leið ferskum straumum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands meðal annars í ávarpi sínum. Óskar H. Ólafsson var í fyrsta árgangi skólans. „Við vorum tíu félagarnir, sem útskrifuðumst 1954 fyrsta árið. Skólinn var þá bara eins og hann er núna. Hann saman stóð af góðu fólki, góðum kennurum og góðum nemendum,“ segir Óskar. Óskar H. Ólafsson, sem var í fyrsta árgangi skólans en hann hér með syni sínum, Óskari Hafsteini Óskarssyni, presti í Hruna í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Núverandi nemendur skólans segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft. „Ó já, miklu skemmtilegra, jú, jú, það er eiginlega ekkert hægt að þræta um það,“ segir Agnes Fríða Þórðardóttir stallari skólans. “Það eru ógleymanleg kvöld þegar maður er upp í herbergi með vinum og félögum að spila og spjalla, það er það sem er félagslífið, það erum við krakkarnir, “ segir Óskar Snorri Óskarsson fyrrverandi stallari skólans. Halldóra Páll Halldórsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni er ánægður með málverkið af sér, sem var afhjúpað í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira