Málefni trans fólks

Fréttamynd

Verk­efni í þágu trans barna og hin­segin fólks styrkt um fjórar milljónir

Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um bælingarfrumvarp

Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna saka nýstofnuð samtök samkynhneigðra um hatur á transfólki og að þau tengist erlendum haturssamtökum sem deili sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Formaður hinna nýju samtaka hefur kvartað undan ummælum varaþingmannsins til forseta Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Kyn­mis­ræmi er ekki sjúk­dómur

Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis.

Skoðun
Fréttamynd

Engin laun í leyfi vegna brjóst­náms­að­gerðar

Landsréttur segir að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í skilningi laga. Trans manneskja sem fór í brjóstnámsaðgerð eigi því ekki rétt á launum í leyfi í kjölfar aðgerðarinnar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Óhugnanlegar frásagnir af ofbeldi Katara birtar í nýrri skýrslu

Lögreglan í Katar hefur eftir eigin geðþótta handtekið og misnotað meðlimi LGBTQ-samfélagsins þar í landi, þrátt fyrir að engin ákæra liggi fyrir. Þetta segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem kalla eftir umbótum í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Segjast ó­upp­lýstar á lífs­hættu­legum bið­lista

Trans konurnar Elín Ósk og Þórhildur Sara lýsa yfir mikilli óánægju vegna þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart trans konum. Þær segja lengd biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgerðum óásættanlega og stjórnvöld segi biðtímann mikið styttri en hann sé í raun. Lítið upplýsingaflæði segja þær vera á milli kerfisins og kvennanna. Biðin geti reynst trans konum lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifafólk í Mið­flokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði

Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“.

Innlent
Fréttamynd

Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk

Lög­maður hefur á­hyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningar­frelsis og hatur­s­orð­ræðu of langt í átt að vin­sælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjól­stæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans­ fólk sem Sam­tökin ’78 segja full af hatri og grafa undan til­vist þess.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur grafi undan réttinda­bar­áttu með slóttugum að­ferðum

Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“

Innlent
Fréttamynd

Konur sem keppa á jafningjagrundvelli

Í dag er alþjóðlegur dagur húmanista, svo ég sá fyrir mér að nota tækifærið til að hripa niður nokkur orð um hvað það er að vera húmanisti, hvað það gengur vel hjá okkur í Siðmennt og hvað sólstöður séu nú merkilegt fyrirbæri. En þegar ég settist við lyklaborðið rann upp fyrir mér að það væri bara engin eftirspurn eftir slíkum dyggðaskreytingum og sjálfshóli.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta snýst um að eiga lifandi dóttur eða látinn son“

Foreldrar Bjarkar Lárusdóttur fylgdu henni út til Tælands í kynleiðréttingaraðgerð í apríl síðastliðnum, eftir að hafa fengið veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Þau hafa stutt dóttur sína frá fyrsta degi og lýsa Tælandsferðinni sem ævintýri, þar sem bæði féllu saknaðar- og gleðitár. 

Innlent
Fréttamynd

Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg

Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima.

Innlent
Fréttamynd

Bregðumst ekki hinsegin börnum í Garðabæ

Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. 

Skoðun
Fréttamynd

„Því miður, en okkur er bara alveg sama“

Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir.

Skoðun