Gefi raunsanna mynd af stefnumótahremmingum trans kvenna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. maí 2024 07:00 Ugla segir þættina eftir Richard Gadd um Baby Reindeer gefa raunsanna mynd af tilhugalífi trans kvenna og cis karla. „Karlmenn vilja oft stundum bara deita trans konur en ekki sjást með þeim á almannafæri,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks, í umræðum um Netflix-þættina umtöluðu Baby Reindeer. Hún hefur sjálf átt sína reynslu af eltihrelli. Ugla Stefanía segir Baby Reindeer draga upp raunsanna mynd af sorglega algengum stefnumótahremmingum trans kvenna. Hún og sálfræðingurinn Thelma Rún van Erven ræddu þáttaröðina vinsælu við blaðamennina Odd Ævar Gunnarsson og Þórarinn Þórarinsson í nýjasta þætti sjónvarps- og kvikmyndahlaðvarpsins Tveir á toppnum. „Mér fannst mjög vel staðið að því hvernig Teri, trans konan í þáttunum, birtist. Þetta er svo týpískt fyrir trans konur sem eru bara að reyna að deita og finna ástina og svo lenda þær alltaf í einhverjum mönnum sem eru bara mjög skemmdir og í einhverri sjálfsmyndarkrísu,“ segir Ugla Stefanía. Baby Reindeer eru vinsælustu þættirnir á Netflix þessa dagana og hafa vakið mikið umtal og sterk viðbrögð enda þykir höfundur þeirra og aðalleikari, Richard Gadd, nálgast erfið mál eins og afleiðangar áfallstreitu þolanda kynferðisofbeldis á óvenju opinskáan og heiðarlegan hátt. Gadd byggir Baby Reindeer og persónu uppistandsgrínarans Donny Dunn, á eigin bitru reynslu af afleiðingum kynferðisofbeldis og glímu við einbeittan og stórhættulegan eltihrelli og hlífir sjálfum sér hvergi í uppgjöri við þátt sinn í sjúkum þríhyrningi ástar og haturs með eltihrelli sínum, henni Mörthu, og Teri, konunni sem hann þráir en getur ekki nálgast alveg heiðarlega og af heilum hug. Nava Mau fer með hlutverk Teri í Baby Reindeer og hefur vakið athygli fyrir skelegga baráttu sína fyrir réttindum trans fólks. „Hann er mjög hrifinn af henni, bara alveg burtséð frá því hver hún er,“ heldur Ugla áfram um Teri en Nava Mau, sem sjálf er trans kona, hefur verið ausin lofi fyrir túlkun sína á konunni sem Donny þráir að vera með en getur ekki. Bæði vegna eigin vangetu og ofsókna hinnar ágengu Mörthu. „Hún er náttúrlega bara frábær manneskja en hann er bara ekki tilbúinn til að vera með henni í sambandi,“ segir Ugla og bendir á að Donny sé náttúrlega þolandi erfiðra aðstæðna og í raun ekki í standi til þess að vera í neins konar ástarsambandi. „Og það er í rauninni svolítið ósanngjarnt að leggja það á aðra manneskju að þurfa að vera að díla við það af því það er bara mjög erfitt. Mér fannst þetta eiginlega bara pínu leiðinlegt fyrir hana.“ Ugla bætir síðan við að svona lagað sé í raun oft dæmigert þegar trans fólk sé að deita. „Það er eitthvað svona einmitt. Svo er svo mikil skömm hjá honum að vera með henni. Honum finnst það óþægilegt af því hann hefur einhverjar áhyggjur af því að fólk sé að horfa og viti að hún sé trans og þá munu þau dæma hann.“ Dæmigert að karlmenn vilji deita trans konur en ekki sjást með þeim Ugla segir að þegar hún hafi horft á atriði í þættunum þar sem Donny hrekkur á flótta undan tilraun Teri til að kyssa hann á almannafæri hafi hún hugsað með sér að þetta væri alveg dæmigert og oft vildu karlmenn bara deita trans konur en ekki láta sjá sig með þeim. „Af því að þeir eru hræddir við þessa skömm en svo er maður bara: „Ókei en hvernig heldurðu að trans konunni líði, skilurðu? Ef þú upplifir skömm að vera með henni hvernig heldurðu að henni líði þá?“ Uglu hafi þannig fundist þetta atriði mjög góð og raunhæf birtingarmynd þar sem hún viti að þetta sé eitthvað sem trans fólk lendi oft í. „Og ég hef alveg upplifað þetta sjálf. Þannig að mér fannst það mjög vel gert að mörgu leyti.“ Hefur sjálf lent í eltihrelli Ugla opnar sig í hlaðvarpsþættinum um eigin reynslu. Hún hafi sjálf verið með eltihrelli á tímabili en tekur fram að ástandið hafi aldrei verið mjög alvarlegt. Ugla segir hlutina geta gerst mjög hratt. „Þessi manneskja sem var að stalkera mig mætti bara heim til mín og var á dyrabjöllunni bara oft á dag. Að reyna að komast inn til mín. Hringdi oft á dag,“ segir Ugla. Hún segir ástandið hafa varað í marga mánuði. Að endingu hafi hún náð að setja manneskjunni mörk. Hún hafi hlustað að lokum. Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Ástin og lífið Hollywood Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ugla Stefanía segir Baby Reindeer draga upp raunsanna mynd af sorglega algengum stefnumótahremmingum trans kvenna. Hún og sálfræðingurinn Thelma Rún van Erven ræddu þáttaröðina vinsælu við blaðamennina Odd Ævar Gunnarsson og Þórarinn Þórarinsson í nýjasta þætti sjónvarps- og kvikmyndahlaðvarpsins Tveir á toppnum. „Mér fannst mjög vel staðið að því hvernig Teri, trans konan í þáttunum, birtist. Þetta er svo týpískt fyrir trans konur sem eru bara að reyna að deita og finna ástina og svo lenda þær alltaf í einhverjum mönnum sem eru bara mjög skemmdir og í einhverri sjálfsmyndarkrísu,“ segir Ugla Stefanía. Baby Reindeer eru vinsælustu þættirnir á Netflix þessa dagana og hafa vakið mikið umtal og sterk viðbrögð enda þykir höfundur þeirra og aðalleikari, Richard Gadd, nálgast erfið mál eins og afleiðangar áfallstreitu þolanda kynferðisofbeldis á óvenju opinskáan og heiðarlegan hátt. Gadd byggir Baby Reindeer og persónu uppistandsgrínarans Donny Dunn, á eigin bitru reynslu af afleiðingum kynferðisofbeldis og glímu við einbeittan og stórhættulegan eltihrelli og hlífir sjálfum sér hvergi í uppgjöri við þátt sinn í sjúkum þríhyrningi ástar og haturs með eltihrelli sínum, henni Mörthu, og Teri, konunni sem hann þráir en getur ekki nálgast alveg heiðarlega og af heilum hug. Nava Mau fer með hlutverk Teri í Baby Reindeer og hefur vakið athygli fyrir skelegga baráttu sína fyrir réttindum trans fólks. „Hann er mjög hrifinn af henni, bara alveg burtséð frá því hver hún er,“ heldur Ugla áfram um Teri en Nava Mau, sem sjálf er trans kona, hefur verið ausin lofi fyrir túlkun sína á konunni sem Donny þráir að vera með en getur ekki. Bæði vegna eigin vangetu og ofsókna hinnar ágengu Mörthu. „Hún er náttúrlega bara frábær manneskja en hann er bara ekki tilbúinn til að vera með henni í sambandi,“ segir Ugla og bendir á að Donny sé náttúrlega þolandi erfiðra aðstæðna og í raun ekki í standi til þess að vera í neins konar ástarsambandi. „Og það er í rauninni svolítið ósanngjarnt að leggja það á aðra manneskju að þurfa að vera að díla við það af því það er bara mjög erfitt. Mér fannst þetta eiginlega bara pínu leiðinlegt fyrir hana.“ Ugla bætir síðan við að svona lagað sé í raun oft dæmigert þegar trans fólk sé að deita. „Það er eitthvað svona einmitt. Svo er svo mikil skömm hjá honum að vera með henni. Honum finnst það óþægilegt af því hann hefur einhverjar áhyggjur af því að fólk sé að horfa og viti að hún sé trans og þá munu þau dæma hann.“ Dæmigert að karlmenn vilji deita trans konur en ekki sjást með þeim Ugla segir að þegar hún hafi horft á atriði í þættunum þar sem Donny hrekkur á flótta undan tilraun Teri til að kyssa hann á almannafæri hafi hún hugsað með sér að þetta væri alveg dæmigert og oft vildu karlmenn bara deita trans konur en ekki láta sjá sig með þeim. „Af því að þeir eru hræddir við þessa skömm en svo er maður bara: „Ókei en hvernig heldurðu að trans konunni líði, skilurðu? Ef þú upplifir skömm að vera með henni hvernig heldurðu að henni líði þá?“ Uglu hafi þannig fundist þetta atriði mjög góð og raunhæf birtingarmynd þar sem hún viti að þetta sé eitthvað sem trans fólk lendi oft í. „Og ég hef alveg upplifað þetta sjálf. Þannig að mér fannst það mjög vel gert að mörgu leyti.“ Hefur sjálf lent í eltihrelli Ugla opnar sig í hlaðvarpsþættinum um eigin reynslu. Hún hafi sjálf verið með eltihrelli á tímabili en tekur fram að ástandið hafi aldrei verið mjög alvarlegt. Ugla segir hlutina geta gerst mjög hratt. „Þessi manneskja sem var að stalkera mig mætti bara heim til mín og var á dyrabjöllunni bara oft á dag. Að reyna að komast inn til mín. Hringdi oft á dag,“ segir Ugla. Hún segir ástandið hafa varað í marga mánuði. Að endingu hafi hún náð að setja manneskjunni mörk. Hún hafi hlustað að lokum.
Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Ástin og lífið Hollywood Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira