Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 15:50 Helga Margrét mun frumflytja lagið sitt í kvöld. Vísir „Þetta lag skiptir mig svo miklu máli því það er svo persónulegt, þannig ég hlakka til að frumflytja það í kvöld en ég er líka smá stressuð,“ segir Helga Margrét Clarke söngkona. Helga samdi lag um nána manneskju í hennar lífi sem kom út sem trans fyrir tæplega ári síðan en lagið verður frumflutt í Gamla bíó í kvöld. Þar fara fram jazztónleikarnir Til tunglsins - hinsegin jazz, drama og dægurlög. Ásamt Helgu stíga á svið söngvararnir Vigdís Þóra og Villi Ósk, öll eru þau hinsegin. Þau ætla að flytja verk eftir hinsegin tónskáld og flytjendur auk nokkurra af þeirra uppáhalds hinsegin perla. Um er að ræða annað árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir. Skilaboð á tímum upplýsingaóreiðu Lag Helgu ber heitið Chasing Rainbows en Helga segir að lagið hafi komið til sín sem hluti af einskonar spennu- og tilfinningalosun. Það sé fullt af tilfinningum en snúist um leið um þakklæti til þeirra sem hafi rutt brautina og ósk um að fólk beri virðingu fyrir fjölbreytileikanum á tímum upplýsingaóreiðu. „Það er svo mikilvægt að fólk fræðist til að skilja en það er einmitt kannski vandamálið, fólk þarf að vilja fræðast til að skilja og virða,“ segir Helga. Hún segir mikið frelsi og hamingju felast í því að vera og geta verið maður sjálfur og stuðningur frá fjölskyldu, vinum og skólakerfi ómetanlegur. „Við í fjölskyldunni tökum vel eftir því hvernig hugur fólks breytist þegar það kynnist þessum veruleika, þegar manneskja sem stendur þér nálægt kemur út, það er óhugsandi fyrir okkur að ímynda sér að sumir hafi ekki þetta frelsi og við verðum að halda áfram að búa til betri og öruggari heim fyrir öll.“ Salurinn fór nánast allur að gráta Helga Margrét Clarke hefur samið nokkur lög í gegnum tíðina en þetta lag og texti kom til hennar eitt kvöldið og það kom ekkert annað til greina en að gefa það út. Helga Margrét söng lagið fyrir lítinn hóp einstaklinga í tónlistarskóla FÍH en hún stundaði þar söngnám hjá Jóhönnu Linnet og Margréti Eir. Það voru miklar tilfinningar sem brutust út bæði hjá söngkonunni og hlustendum þegar hún flutti lagið þar. Lagið tók þó nokkrum breytingum og fór síðan Stúdíó Bambus þar sem Stefán Örn Gunnlaugsson tók upp lagið og útsetti með Helgu Margréti, Margrét Eir söng inn bakraddir, Fúsi Óttars og Þorsteinn Jónsson sáu um slagverk og trommur og Róbert Þórhallsson spilaði inn bassa. „Það hefur verið mikill tilfinningarússíbani fyrir mig að koma þessu lagi frá mér og maður er mest kvíðinn fyrir því, hvort maður muni einfaldlega ná að koma því frá sér í kvöld, því maður er svo stútfullur af tilfinningum. Því auðvitað vill maður líka að fólk finni fyrir tilfinningunum sem maður reynir að koma frá sér.“ Hinsegin Málefni trans fólks Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þar fara fram jazztónleikarnir Til tunglsins - hinsegin jazz, drama og dægurlög. Ásamt Helgu stíga á svið söngvararnir Vigdís Þóra og Villi Ósk, öll eru þau hinsegin. Þau ætla að flytja verk eftir hinsegin tónskáld og flytjendur auk nokkurra af þeirra uppáhalds hinsegin perla. Um er að ræða annað árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir. Skilaboð á tímum upplýsingaóreiðu Lag Helgu ber heitið Chasing Rainbows en Helga segir að lagið hafi komið til sín sem hluti af einskonar spennu- og tilfinningalosun. Það sé fullt af tilfinningum en snúist um leið um þakklæti til þeirra sem hafi rutt brautina og ósk um að fólk beri virðingu fyrir fjölbreytileikanum á tímum upplýsingaóreiðu. „Það er svo mikilvægt að fólk fræðist til að skilja en það er einmitt kannski vandamálið, fólk þarf að vilja fræðast til að skilja og virða,“ segir Helga. Hún segir mikið frelsi og hamingju felast í því að vera og geta verið maður sjálfur og stuðningur frá fjölskyldu, vinum og skólakerfi ómetanlegur. „Við í fjölskyldunni tökum vel eftir því hvernig hugur fólks breytist þegar það kynnist þessum veruleika, þegar manneskja sem stendur þér nálægt kemur út, það er óhugsandi fyrir okkur að ímynda sér að sumir hafi ekki þetta frelsi og við verðum að halda áfram að búa til betri og öruggari heim fyrir öll.“ Salurinn fór nánast allur að gráta Helga Margrét Clarke hefur samið nokkur lög í gegnum tíðina en þetta lag og texti kom til hennar eitt kvöldið og það kom ekkert annað til greina en að gefa það út. Helga Margrét söng lagið fyrir lítinn hóp einstaklinga í tónlistarskóla FÍH en hún stundaði þar söngnám hjá Jóhönnu Linnet og Margréti Eir. Það voru miklar tilfinningar sem brutust út bæði hjá söngkonunni og hlustendum þegar hún flutti lagið þar. Lagið tók þó nokkrum breytingum og fór síðan Stúdíó Bambus þar sem Stefán Örn Gunnlaugsson tók upp lagið og útsetti með Helgu Margréti, Margrét Eir söng inn bakraddir, Fúsi Óttars og Þorsteinn Jónsson sáu um slagverk og trommur og Róbert Þórhallsson spilaði inn bassa. „Það hefur verið mikill tilfinningarússíbani fyrir mig að koma þessu lagi frá mér og maður er mest kvíðinn fyrir því, hvort maður muni einfaldlega ná að koma því frá sér í kvöld, því maður er svo stútfullur af tilfinningum. Því auðvitað vill maður líka að fólk finni fyrir tilfinningunum sem maður reynir að koma frá sér.“
Hinsegin Málefni trans fólks Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira