Í tilefni alþjóðlegs sýnileikadags trans fólks Arna Magnea Danks skrifar 31. mars 2024 08:00 31. mars er alþjóðlegur dagur sýnileika trans fólks (TDOV = Trans Day of Visibility). Það er viðeigandi að í ár skuli þessi dagur koma upp á Páska sunnudegi þar sem við minnumst upprisu Jesú Krists og þann kærleik sem hann stóð fyrir, en undanfarin fimm ár hefur ofbeldi og árásum gegn trans fólki aukist í Bretlandi um tæp 200% og talið að sú prósenta sé enn hærri í mörgum fylkjum BNA þar sem mannréttindi trans fólks er fótum troðin og þetta í all flestum tilfellum gert í nafni þeirrar trúar sem er kennd við Jesú Krist. Það er því mikilvægt að staldra aðeins við og hugsa okkar gang, í stað þess að hlusta á snákaolíusölumenn nútímans reyna að selja okkur gullbryddaðar biblíur til þess eins að fjármagna enn frekari framtíðar hörmungar, þar sem réttindi, ekki bara trans fólks, heldur alls hinsegin fólks og kvenna er undir. Merki um þessar framtíðar hörmungar sjást greinilega í BNA þar sem frambjóðendur lengst til hægri eru farnir að taka myndir af sjálfum sér brenna bækur, lofa að afnema öll áunnin réttindi alls hinsegin fólks (LGBTQIA2S+) og setja í lög að fóstureyðingar séu með öllu ólöglegar. Jafnvel forsetaframbjóðandi GOP, Donald Trump, styður opinberlega þessa vegferð og er það dæmi um hversu langt pólitíkin er farin að teygja sig í átt trúarlegs fasisma, þar sem trúin er notuð sem stjórntæki til að skerða mannréttindi allra sem ekki eru hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir, karlmenn. https://www.reuters.com/world/us/trump-says-leaning-toward-15-week-national-abortion-ban-2024-03-20/ https://www.pbs.org/newshour/show/how-a-second-trump-presidency-could-impact-the-lgbtq-community En hvað segir svo Biblían okkur um hvað Jesú sagði um trans fólk? Nákvæmlega ekkert! Hann tók aldrei neinn minnihlutahóp fólks fyrir og talaði ávallt á þeim nótum að allt fólk var þar undir. Í Jóhannesarguðspjalli 13:34 er vitnað í orð Jesú þar sem hann segir: "Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan." Hér er ekki verið að taka neinn út fyrir sviga og því er það með ólíkindum að í nafni trúar kærleikans, skuli hatrið blómstra sem aldrei fyrr og vex ásmegin ef eitthvað er, og því biðla ég sérstaklega til allra sem halda Páskana heilaga að minnast þess að vegurinn áfram, er ást til lífsins í allri sinni dýrð og fjölbreytileika, en vegur glötunnar er hatrið í öllum sínum birtingarmyndum, þar sem þjáning og upprisa Krists er skrumskæld, hædd og svívirt til að réttlæta mannréttindabrot og svívirðingu móður jarðar. Trans fólk er um 1% af mannkyni og verður fyrir meira aðkasti og hatri en nokkur annar minnihlutahópur, þegar á heildina er litið, og trans fólk á Íslandi fær alveg sinn skerf af þessu hatri, þó vissulega höfum við það mun betra en trans fólk víða annars staðar og ég er þakklát fyrir að búa í landi þar sem ríkir trúfrelsi, lýðræði og í grunninn þjóðfélagsleg sátt um að virða mannréttindi allra, burtséð frá aldri, kyni, kynvitund, kynhneigð, líkamlegu og andlegu atgervi (t.d. líkamlegri og/eða andlegri fötlun), trú, húðlit eða uppruna viðkomandi. En við höfum orðið vitni af því undanfarið hversu brothætt og viðkvæm áunnin mannréttindi eru og að í þögninni dafna fordómar og fáfræðin best. Því vil ég, á þessum hátíðar degi, nýta tækifærið til að biðla til biskupsframbjóðenda og forsetaframbjóðenda, sem þingheim allan að halda áfram á þessari braut kærleikans og ekki feta í fótspor ótal ríkja í kringum okkur, þar sem óttinn og hatrið, sem dafnar eins og púkinn á fjósbitanum, er á góðri leið með að eyðileggja alla von um framtíð friðar og fegurðar til handa börnum okkar og barnabörnum. Trans fólk er til, hefur alltaf verið til og mun alltaf vera til og sú mýta að við erum á einhvern hátt full af eftirsjá, vonbrigðum og þunglynd er röng, þrátt fyrir að það að verða fyrir endalausri áreitni tekur vissulega sinn toll, ásamt því að margt trans fólk ólst upp við að vera neytt til að afneita sjálfu sér og búa því við andlegt mein þess vegna, en ekki vegna þess að það er trans. Nýleg rannsókn í BNA, sem er það ríki jarðar sem harðast gengur gegn réttindum trans fólks, sýnir að um 94% trans fólks er mun sáttara í eigin skinni eftir að það hefur farið í gegnum kynstaðfestandi ferli og fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Taka ber fram að einungis 1% var ósátt og er það lægra hlutfall fólks sem er ósátt við heilbrigðisþjónustu en dæmi eru um í annarri heilbrigðisþjónustu. Sjá rannsóknina hér. Svo langar mig að enda þetta á trúarlegum nótum í anda þeirrar barnatrúar sem ég ólst upp við, þegar lítið barn, dreymdi draum um svartan Jesú sem tók í hönd þess og sýndi því lífsins blóm og sagði: "lífsins blóm eru hjörtu mannanna og þegar hjörtu mannanna deyja, þá deyja lífsins blóm" - Þetta er kærleikurinn sem býr í okkur öllum, burtséð frá trú eða trúleysi og eins og yngsti sonur minn orðaði það svo fallega: "Öll erum við eilífðarblóm" Gleðilega Páska og til hamingju með sýnileikadag trans fólks. Höfundur er leikkona, áhættu leikstjóri, kennari, meistaranemi í Kynjafræði og trans kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
31. mars er alþjóðlegur dagur sýnileika trans fólks (TDOV = Trans Day of Visibility). Það er viðeigandi að í ár skuli þessi dagur koma upp á Páska sunnudegi þar sem við minnumst upprisu Jesú Krists og þann kærleik sem hann stóð fyrir, en undanfarin fimm ár hefur ofbeldi og árásum gegn trans fólki aukist í Bretlandi um tæp 200% og talið að sú prósenta sé enn hærri í mörgum fylkjum BNA þar sem mannréttindi trans fólks er fótum troðin og þetta í all flestum tilfellum gert í nafni þeirrar trúar sem er kennd við Jesú Krist. Það er því mikilvægt að staldra aðeins við og hugsa okkar gang, í stað þess að hlusta á snákaolíusölumenn nútímans reyna að selja okkur gullbryddaðar biblíur til þess eins að fjármagna enn frekari framtíðar hörmungar, þar sem réttindi, ekki bara trans fólks, heldur alls hinsegin fólks og kvenna er undir. Merki um þessar framtíðar hörmungar sjást greinilega í BNA þar sem frambjóðendur lengst til hægri eru farnir að taka myndir af sjálfum sér brenna bækur, lofa að afnema öll áunnin réttindi alls hinsegin fólks (LGBTQIA2S+) og setja í lög að fóstureyðingar séu með öllu ólöglegar. Jafnvel forsetaframbjóðandi GOP, Donald Trump, styður opinberlega þessa vegferð og er það dæmi um hversu langt pólitíkin er farin að teygja sig í átt trúarlegs fasisma, þar sem trúin er notuð sem stjórntæki til að skerða mannréttindi allra sem ekki eru hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir, karlmenn. https://www.reuters.com/world/us/trump-says-leaning-toward-15-week-national-abortion-ban-2024-03-20/ https://www.pbs.org/newshour/show/how-a-second-trump-presidency-could-impact-the-lgbtq-community En hvað segir svo Biblían okkur um hvað Jesú sagði um trans fólk? Nákvæmlega ekkert! Hann tók aldrei neinn minnihlutahóp fólks fyrir og talaði ávallt á þeim nótum að allt fólk var þar undir. Í Jóhannesarguðspjalli 13:34 er vitnað í orð Jesú þar sem hann segir: "Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan." Hér er ekki verið að taka neinn út fyrir sviga og því er það með ólíkindum að í nafni trúar kærleikans, skuli hatrið blómstra sem aldrei fyrr og vex ásmegin ef eitthvað er, og því biðla ég sérstaklega til allra sem halda Páskana heilaga að minnast þess að vegurinn áfram, er ást til lífsins í allri sinni dýrð og fjölbreytileika, en vegur glötunnar er hatrið í öllum sínum birtingarmyndum, þar sem þjáning og upprisa Krists er skrumskæld, hædd og svívirt til að réttlæta mannréttindabrot og svívirðingu móður jarðar. Trans fólk er um 1% af mannkyni og verður fyrir meira aðkasti og hatri en nokkur annar minnihlutahópur, þegar á heildina er litið, og trans fólk á Íslandi fær alveg sinn skerf af þessu hatri, þó vissulega höfum við það mun betra en trans fólk víða annars staðar og ég er þakklát fyrir að búa í landi þar sem ríkir trúfrelsi, lýðræði og í grunninn þjóðfélagsleg sátt um að virða mannréttindi allra, burtséð frá aldri, kyni, kynvitund, kynhneigð, líkamlegu og andlegu atgervi (t.d. líkamlegri og/eða andlegri fötlun), trú, húðlit eða uppruna viðkomandi. En við höfum orðið vitni af því undanfarið hversu brothætt og viðkvæm áunnin mannréttindi eru og að í þögninni dafna fordómar og fáfræðin best. Því vil ég, á þessum hátíðar degi, nýta tækifærið til að biðla til biskupsframbjóðenda og forsetaframbjóðenda, sem þingheim allan að halda áfram á þessari braut kærleikans og ekki feta í fótspor ótal ríkja í kringum okkur, þar sem óttinn og hatrið, sem dafnar eins og púkinn á fjósbitanum, er á góðri leið með að eyðileggja alla von um framtíð friðar og fegurðar til handa börnum okkar og barnabörnum. Trans fólk er til, hefur alltaf verið til og mun alltaf vera til og sú mýta að við erum á einhvern hátt full af eftirsjá, vonbrigðum og þunglynd er röng, þrátt fyrir að það að verða fyrir endalausri áreitni tekur vissulega sinn toll, ásamt því að margt trans fólk ólst upp við að vera neytt til að afneita sjálfu sér og búa því við andlegt mein þess vegna, en ekki vegna þess að það er trans. Nýleg rannsókn í BNA, sem er það ríki jarðar sem harðast gengur gegn réttindum trans fólks, sýnir að um 94% trans fólks er mun sáttara í eigin skinni eftir að það hefur farið í gegnum kynstaðfestandi ferli og fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Taka ber fram að einungis 1% var ósátt og er það lægra hlutfall fólks sem er ósátt við heilbrigðisþjónustu en dæmi eru um í annarri heilbrigðisþjónustu. Sjá rannsóknina hér. Svo langar mig að enda þetta á trúarlegum nótum í anda þeirrar barnatrúar sem ég ólst upp við, þegar lítið barn, dreymdi draum um svartan Jesú sem tók í hönd þess og sýndi því lífsins blóm og sagði: "lífsins blóm eru hjörtu mannanna og þegar hjörtu mannanna deyja, þá deyja lífsins blóm" - Þetta er kærleikurinn sem býr í okkur öllum, burtséð frá trú eða trúleysi og eins og yngsti sonur minn orðaði það svo fallega: "Öll erum við eilífðarblóm" Gleðilega Páska og til hamingju með sýnileikadag trans fólks. Höfundur er leikkona, áhættu leikstjóri, kennari, meistaranemi í Kynjafræði og trans kona.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun