Að vera hinsegin, kynsegin, trans Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 22:00 Það er árið 2024 við ættum að vera farin að ná þessu að það eru ekki allir eins, hvað væri svosem gaman að því. Ég er nú bara gömul kelling út á landi, ég skil ekki öll þessi hugtök og nýju orð, en þau trufla mig ekki, né hræða. Verið öll velkominn á ykkar forsendum og vonandi hamingjusöm. Ég átti vinkonu sem kom útúr skápnum 1984, þegar hún sagðist hafa fundið ástina spurði ég hver er sá lukkulegi? hún svarað sú lukkulega er .... ég óskaði henni til hamingju og spurði hvenær maður fengi að hitta hana. En ekki tóku alli vinir hennar þessu vel, stundum fékk sendiboðin kynnhest fyrir að segja svona um vinkonu þeirra, fjölskyldan tók þessu mis vel. Þetta var 1984 erum við ekki komin lengra 40 árum seinna? Þegar ég heyrði fyrst í Pál Óskari í útvarpinu spurði ég hver hann væri og fékk þau svör að hann væri bróðir Diddúar og hann væri hommi, ég man enn hvað mér fannst þetta undarlegt að taka það sérstaklega framm að hann væri hommi. Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu. Farðu alla leið, söng Helgi Bjöss í SSSól árið 1993 Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Hvað verður um mig ef það sem ég er bölvað og bannað? söng Páll Óskar 2008 og syngur enn, enda full þörf á. Það er kjarni málsins við verðum að fá að vera við sjálf, eins og við erum, það á engin að ákveða það fyrir okkur, neyða okkur eða hræða svo við þorum ekki að sýna okkur eins og við erum. Verum tillitsöm og umburðarlynd, sjáum gleðina og hamingjuna, frelsið er yndislegt. „Þau“ eru ekki hættuleg, þetta er ekki smitandi, ja jú kanski gleðin, gleðin yfir að vera sá sem maður er, gleðin yfir ástinni, Gleðin öll þessi gleði og Gleðiganga núna um helgina. Ég vona að sem flestir mæti til að fagna fjölbreytileikanum, án hans er allt svo litlaust. Og þið sem geltið að öðru fólki farið til læknis, hundaæði er lífshættulegt og skammist ykkar svo, við hvað eruð þið hrædd? The Kinks - Lola 1970 Höfundur er gömul kelling út á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Guðmunda G. Guðmundsdóttir Málefni trans fólks Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er árið 2024 við ættum að vera farin að ná þessu að það eru ekki allir eins, hvað væri svosem gaman að því. Ég er nú bara gömul kelling út á landi, ég skil ekki öll þessi hugtök og nýju orð, en þau trufla mig ekki, né hræða. Verið öll velkominn á ykkar forsendum og vonandi hamingjusöm. Ég átti vinkonu sem kom útúr skápnum 1984, þegar hún sagðist hafa fundið ástina spurði ég hver er sá lukkulegi? hún svarað sú lukkulega er .... ég óskaði henni til hamingju og spurði hvenær maður fengi að hitta hana. En ekki tóku alli vinir hennar þessu vel, stundum fékk sendiboðin kynnhest fyrir að segja svona um vinkonu þeirra, fjölskyldan tók þessu mis vel. Þetta var 1984 erum við ekki komin lengra 40 árum seinna? Þegar ég heyrði fyrst í Pál Óskari í útvarpinu spurði ég hver hann væri og fékk þau svör að hann væri bróðir Diddúar og hann væri hommi, ég man enn hvað mér fannst þetta undarlegt að taka það sérstaklega framm að hann væri hommi. Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu. Farðu alla leið, söng Helgi Bjöss í SSSól árið 1993 Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Hvað verður um mig ef það sem ég er bölvað og bannað? söng Páll Óskar 2008 og syngur enn, enda full þörf á. Það er kjarni málsins við verðum að fá að vera við sjálf, eins og við erum, það á engin að ákveða það fyrir okkur, neyða okkur eða hræða svo við þorum ekki að sýna okkur eins og við erum. Verum tillitsöm og umburðarlynd, sjáum gleðina og hamingjuna, frelsið er yndislegt. „Þau“ eru ekki hættuleg, þetta er ekki smitandi, ja jú kanski gleðin, gleðin yfir að vera sá sem maður er, gleðin yfir ástinni, Gleðin öll þessi gleði og Gleðiganga núna um helgina. Ég vona að sem flestir mæti til að fagna fjölbreytileikanum, án hans er allt svo litlaust. Og þið sem geltið að öðru fólki farið til læknis, hundaæði er lífshættulegt og skammist ykkar svo, við hvað eruð þið hrædd? The Kinks - Lola 1970 Höfundur er gömul kelling út á landi.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar