Tveir táningar dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á trans stúlku Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 00:15 Mynd af morðingjunum tveimur, Scarlett Jenkinson og Eddie Ratcliffe. AP Tveir táningar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir morðið á trans stúlkunni Briönnu Ghey. Saksóknarar hafa lýst morðinu sem því óhugnanlegasta sem þau hafa unnið við og dómari segir trans hatur hafi drifið þau til glæpsins. Dómari lýsti Scarlett Jenkinson, sextán ára áhugamanneskju um raðmorðingja, sem „drifkraftinum“ að baki morðinu og hlaut hún 22 ára dóm að lágmarki sem getur þó orðið að lífstíðardómi. Eddie Ratcliffe, þögull sextán ára kikkboxari, hlaut tuttugu ára dóm fyrir sinn þátt í glæpnum. „Þið áttuð bæði þátt í óhugnanlegu og skipulögðu morði sem var sadískt og ein hvötin fyrir því var andúð í garð Briönnu vegna trans kynvitundar hennar,“ sagði Amanda Yip, dómari, þegar hún kvað upp dóminn. Yip sagði Jenkinson hafa verið drifna áfram af „djúpri morðþrá“ og það hafi valdið sér áhyggjum að heyra Jenkinson lýsa því yfir að hún vildi drepa að nýju. Jenkinson hafi samið sérstakan „morðlista“ þar sem hún skráði þá sem hún vildi drepa. Fannst spennandi að stinga og vildi geyma líkamsleifar Dómarinn varaði hina seku einnig við því að hugsanlega yrðu þau aldrei látin laus ef þau „yrðu áfram hættuleg“ en þau verða flutt í fangelsi við átján ára aldur og þurfa fyrst að afplána lágmarksrefsingar sínar áður en þau geta hlotið mögulega reynslulausn. Brianna Ghey hafði verið vinsæl á TikTok fyrir að vekja athygli á trans málefnum.AP Jenkinson hafði lýst sig saklausa af morðinu og kenndi Ratcliffe um það en viðurkenndi hins vegar að hafa tekið þátt í að stinga hana. Brianna var stungin 28 sinnum af parinu. Þá sagði Jenkinson við sálfræðing að hún hefði stungið Briönnu ítrekað og fundist það „spennandi“ og hún hafi drepið hana af því hún taldi Briönnu ekki vilja vera vinkonu sína lengur. Hún hafi myrt hana svo hún gæti alltaf verið með henni. Einnig viðurkenndi Jenkinson, sem var með raðmorðingja á heilanum, við sálfræðing að hún hygðist geyma líkamsparta Briönnu sem minjagrip og þá á hún hafa sagt við Ratcliffe að hún vildi eiga „fallegu augu“ Briönnu. Jenkinson virðist þó ekki hafa staðið við þau orð. Lenti á morðlista parsins Morðið hafði verið skipulagt vel og var langur aðdragandi að því. Jenkinson hafði fengið Briönnu á heilann og setti hana á endanum á lista yfir fólk sem þau ætluðu að drepa. Hinir á listanum voru fjórir drengir sem þeim var illa við. Einn þeirra var strákur sem Ratcliffe fannst vera „perri“, annar sem Ratcliffe taldi vera andstæðing sinn í ástum og tveir sem höfðu verið leiðinlegir við kærasta Jenkinson. Eftir að þeim mistókst að blekkja einn strákanna með fölskum aðgangi á samfélagsmiðlum beindu þau sjónum sínum að Briönnu af því það yrði „auðveldara“ að drepa hana. Morðið skipulagt í þaula Frá því voru fimmtán ára hófu þau að skipuleggja morðið í þaula og skrifaði Jenkinson ítarlega áætlun um hvar, hvenær og hvernig þau ætluðu að drepa hana. Þau voru meira að segja búin að ákveða að stikkorðið „gay“ myndi tákna upphafið að morðtilrauninni. Þau fylgdu áætluninni síðan nákvæmlega eftir og stungu Briönnu 28 sinnum áður en þau voru trufluð af hjónum sem voru úti að ganga með hundinn sinn. Esther Ghey, móðir Briönnu, sagði í yfirlýsingu sem var lesin í dómsalnum að hún fyndi til með morðingjunum af því þau hefðu líka eyðilagt sitt eigið líf. Hins vegar hafi þau ekki fundið til neinnar samúðar með Briönnu þegar þau réðust á hana og skildu hana eftir til að deyja. Árásin hafi verið framin af því annað þeirra hataði trans fólk og af því hitt hélt að það yrði gaman. Bretland Málefni trans fólks England Tengdar fréttir Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33 Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Dómari lýsti Scarlett Jenkinson, sextán ára áhugamanneskju um raðmorðingja, sem „drifkraftinum“ að baki morðinu og hlaut hún 22 ára dóm að lágmarki sem getur þó orðið að lífstíðardómi. Eddie Ratcliffe, þögull sextán ára kikkboxari, hlaut tuttugu ára dóm fyrir sinn þátt í glæpnum. „Þið áttuð bæði þátt í óhugnanlegu og skipulögðu morði sem var sadískt og ein hvötin fyrir því var andúð í garð Briönnu vegna trans kynvitundar hennar,“ sagði Amanda Yip, dómari, þegar hún kvað upp dóminn. Yip sagði Jenkinson hafa verið drifna áfram af „djúpri morðþrá“ og það hafi valdið sér áhyggjum að heyra Jenkinson lýsa því yfir að hún vildi drepa að nýju. Jenkinson hafi samið sérstakan „morðlista“ þar sem hún skráði þá sem hún vildi drepa. Fannst spennandi að stinga og vildi geyma líkamsleifar Dómarinn varaði hina seku einnig við því að hugsanlega yrðu þau aldrei látin laus ef þau „yrðu áfram hættuleg“ en þau verða flutt í fangelsi við átján ára aldur og þurfa fyrst að afplána lágmarksrefsingar sínar áður en þau geta hlotið mögulega reynslulausn. Brianna Ghey hafði verið vinsæl á TikTok fyrir að vekja athygli á trans málefnum.AP Jenkinson hafði lýst sig saklausa af morðinu og kenndi Ratcliffe um það en viðurkenndi hins vegar að hafa tekið þátt í að stinga hana. Brianna var stungin 28 sinnum af parinu. Þá sagði Jenkinson við sálfræðing að hún hefði stungið Briönnu ítrekað og fundist það „spennandi“ og hún hafi drepið hana af því hún taldi Briönnu ekki vilja vera vinkonu sína lengur. Hún hafi myrt hana svo hún gæti alltaf verið með henni. Einnig viðurkenndi Jenkinson, sem var með raðmorðingja á heilanum, við sálfræðing að hún hygðist geyma líkamsparta Briönnu sem minjagrip og þá á hún hafa sagt við Ratcliffe að hún vildi eiga „fallegu augu“ Briönnu. Jenkinson virðist þó ekki hafa staðið við þau orð. Lenti á morðlista parsins Morðið hafði verið skipulagt vel og var langur aðdragandi að því. Jenkinson hafði fengið Briönnu á heilann og setti hana á endanum á lista yfir fólk sem þau ætluðu að drepa. Hinir á listanum voru fjórir drengir sem þeim var illa við. Einn þeirra var strákur sem Ratcliffe fannst vera „perri“, annar sem Ratcliffe taldi vera andstæðing sinn í ástum og tveir sem höfðu verið leiðinlegir við kærasta Jenkinson. Eftir að þeim mistókst að blekkja einn strákanna með fölskum aðgangi á samfélagsmiðlum beindu þau sjónum sínum að Briönnu af því það yrði „auðveldara“ að drepa hana. Morðið skipulagt í þaula Frá því voru fimmtán ára hófu þau að skipuleggja morðið í þaula og skrifaði Jenkinson ítarlega áætlun um hvar, hvenær og hvernig þau ætluðu að drepa hana. Þau voru meira að segja búin að ákveða að stikkorðið „gay“ myndi tákna upphafið að morðtilrauninni. Þau fylgdu áætluninni síðan nákvæmlega eftir og stungu Briönnu 28 sinnum áður en þau voru trufluð af hjónum sem voru úti að ganga með hundinn sinn. Esther Ghey, móðir Briönnu, sagði í yfirlýsingu sem var lesin í dómsalnum að hún fyndi til með morðingjunum af því þau hefðu líka eyðilagt sitt eigið líf. Hins vegar hafi þau ekki fundið til neinnar samúðar með Briönnu þegar þau réðust á hana og skildu hana eftir til að deyja. Árásin hafi verið framin af því annað þeirra hataði trans fólk og af því hitt hélt að það yrði gaman.
Bretland Málefni trans fólks England Tengdar fréttir Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33 Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33
Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent