Tækni

Fréttamynd

Bein út­sending: Dagur verk­fræðinnar

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um á­kveðna ein­stak­linga

Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskt fyrirtæki hluti af herferð Meta

Íslenska tæknifyrirtækið Arkio er eitt þeirra fyrirtækja sem móðurfyrirtæki Facebook, Meta, sýnir frá í nýjustu auglýsingu sinni fyrir sýndarveruleikagleraugun Meta Quest Pro. Arkio býður upp á forrit þar sem hægt er að hanna arkitektúr í sýndarveruleika. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Börn eru að kalla eftir hjálp

Mörgum brá við umfjöllun í Kastljósi í gær þar sem heyra mátti upptöku af skilaboðum þar sem börn voru að áreita einstakling fyrir að vera hinsegin. Svívirðingarnar og rangfærslurnar sem börnin létu hafa eftir sér á upptökunni voru átakanlegar. Margir halda eflaust að svona skilaboð séu undantekningar, en svo er ekki. Ljót skilaboð, áreiti og skammir eru hluti af daglegu lífi margra barna og mörg upplifa að þau geti ekki leitað til neins eftir hjálp.

Skoðun
Fréttamynd

Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár

Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár.

Innherji
Fréttamynd

Telja að lífið yrði skemmti­legra ef ekki væru til snjall­símar

Sérfræðingur hjá Embætti landlæknis telur óhóflega snjallsímanotkun vera þátt í dvínandi hamingju landsmanna. Tólf ára nemendur í Laugalækjarskóla telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar. Fréttastofa ræddi við þá og leitaði ráða hjá hamingjusamasta íbúa Hrafnistu.

Innlent
Fréttamynd

Sama hleðslu­tengi á alla síma fyrir 2024

Evrópuþingið samþykkti í dag að skylda raftækjaframleiðendur til að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Tengið sem varð fyrir valinu er fyrir svokallaðar USB-C snúrur. Ákvörðun þingsins er sögð vera högg fyrir raftækjaframleiðandann Apple.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hörður hættir í Macland

Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Risa­stór við­burður innan vísinda­sam­fé­lagsins

Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu.

Erlent
Fréttamynd

Brot­­­lentu geim­farinu í beinni út­­­sendingu

Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni.

Erlent
Fréttamynd

Apple slær ekki feilnótu með iPhone 14

Apple leggur sig sífellt fram við að bæta viðmót og upplifun notanda og eru nýju símarnir iPhone 14 og 14 Pro stútfullir af frábærum eiginleikum. Meðal annars eru þeir búnir bestu rafhlöðuendingu sem sést hefur í iPhone, háþróuðu tvöföldu myndavélakerfi og árekstrarskynjara með sjálfvirku neyðarboði. Í boði eru fimm fallegir litir eins og ljósgull, ljósblár og svarblár.

Samstarf
Fréttamynd

Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó

Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Allt það helsta frá haustkynningu Apple

Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjar vörur á árlegri kynningu fyrirtækisins. Þar á meðal var kynntur nýr sími, ný snjallúr og ný heyrnartól. Eins og gengur og gerist þá vöktu nýju tækin og tólin  mikla athygli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Horfðu á kynningu Apple: Opinbera iPhone 14

Forsvarsmenn tæknirisans Apple ætla að kynna iPhone 14 á árlegri kynningu fyrirtækisins í dag. Þetta árið ber kynningin titilinn „Far out“ en starfsmenn Apple hafa varist allra fregna af því hvað til stendur að kynna í dag, auk nýs síma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Embla er ís­lensk Siri í stöðugri þróun

Með tæknivæðingunni hafa komið hinar ýmsu snjalllausnir eins og rafræna aðstoðarkona Apple, Siri og aðstoðarkona Amazon, Alexa. Siri og Alexa skilja ekki íslensku en nú er íslensk útgáfa í þróun, hún ber heitið Embla.

Innlent
Fréttamynd

Sekta Meta um 57,7 milljarða króna

Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri.

Erlent