Heilaflaga Neuralink Musk grædd í fyrsta einstaklinginn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2024 07:13 Fyrsta markmið Neuralink verður að gera mönnum kleift að stjórna tölvubúnaði, til dæmis símum, með hugsuninni einni saman. Getty/NurPhoto/Jonathan Raa Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk hefur greint frá því að fyrirtæki hans Neuralink hafi nú í fyrsta sinn grætt þráðlausa tölvuflögu í heila manneskju. Aðgerðin er sögð hafa gengið vel og flagan sent frá sér skilaboð um taugastarfsemi sjúklingsins. Markmið Neuralink er að þróa tækni til að tengja mannsheilann við tölvur, meðal annars með það að markmiði að lækna flókna taugasjúkdóma. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu grænt ljós á ígræðsluna í maí í fyrra, þegar þau lögðu blessun sína yfir sex ára verkefni þar sem róbóti verður notaður til að koma fyrir 64 þráðum, sem hver um sig er þynnri en mannshár, fyrir á svæði heilans sem stjórnar „ætluðum hreyfingum“. Samkvæmt Neuralink gera þræðirnir flögunni kleift að safna og senda áfram upplýsingar um það hvernig viðkomandi einstaklingur hyggst hreyfa sig. Musk segir fyrstu vöru fyrirtækisins munu verða kallaða Telepathy en hún muni gera einstaklingum kleift að stjórna síma sínum eða fartölvu með hugsuninni einni saman. Fyrstu notendur tækninnar verði einstaklingar sem hafi misst hendur sínar. Athafnamaðurinn hefur einnig vísað til vísindamannsins Stephen Hawking, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi og notaði tölvu til að tjá sig. „Ímyndið ykkur ef Stephen Hawking hefði getað tjáð sig hraðar en hraðritari eða uppboðshaldari. Það er markmiðið.“ Neuralink verður í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki sem ætla sér svipaða hluti og hafa þegar, og fyrir nokkuð löngu síðan, grætt tölvuflögur í mannsheila. BBC greindi frá. Tækni Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Aðgerðin er sögð hafa gengið vel og flagan sent frá sér skilaboð um taugastarfsemi sjúklingsins. Markmið Neuralink er að þróa tækni til að tengja mannsheilann við tölvur, meðal annars með það að markmiði að lækna flókna taugasjúkdóma. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu grænt ljós á ígræðsluna í maí í fyrra, þegar þau lögðu blessun sína yfir sex ára verkefni þar sem róbóti verður notaður til að koma fyrir 64 þráðum, sem hver um sig er þynnri en mannshár, fyrir á svæði heilans sem stjórnar „ætluðum hreyfingum“. Samkvæmt Neuralink gera þræðirnir flögunni kleift að safna og senda áfram upplýsingar um það hvernig viðkomandi einstaklingur hyggst hreyfa sig. Musk segir fyrstu vöru fyrirtækisins munu verða kallaða Telepathy en hún muni gera einstaklingum kleift að stjórna síma sínum eða fartölvu með hugsuninni einni saman. Fyrstu notendur tækninnar verði einstaklingar sem hafi misst hendur sínar. Athafnamaðurinn hefur einnig vísað til vísindamannsins Stephen Hawking, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi og notaði tölvu til að tjá sig. „Ímyndið ykkur ef Stephen Hawking hefði getað tjáð sig hraðar en hraðritari eða uppboðshaldari. Það er markmiðið.“ Neuralink verður í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki sem ætla sér svipaða hluti og hafa þegar, og fyrir nokkuð löngu síðan, grætt tölvuflögur í mannsheila. BBC greindi frá.
Tækni Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira