Apple veltir Samsung úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 10:24 Apple seldi meira en fimmtung allra nýrra síma í heiminum á síðasta ári. AP/Andy Wong Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum. Samkvkæmt gögnum greinenda fyrirtækisins International Data Corp. seldi Apple 20,1 prósent allra snjallsíma sem seldir voru í heiminum á síðasta ári. Þar á eftir kom Samsung með 19,4 prósent en kínverska fyrirtækið Xiaomi var í þriðja sæti með 12,5 prósent. Þegar kemur að því að kaupa nýrri snjallsíma hafa kaupendur heilt yfir haldið að sér höndum á undanförnum árum. Sala nýrra síma dróst saman um 3,2 prósent í fyrra, borið saman við árið 2022. Alls voru seldir 1,17 milljarðar síma árið 2023 og hefur fjöldinn ekki verið lægri í áratug. Apple var eina fyrirtækið af þremur efstu sem seldi fleiri síma í fyrra en árið 2022 og jókst salan um 3,7 prósent. Salan hjá Samsung dróst saman um 13,6 prósent í fyrra, samkvæmt gögnum IDC. Reuters hefur eftir öðrum greinendum að breytinguna megi að miklu leiti rekja til þess að forsvarsmenn Samsung hafi einbeitt sér að betri og dýrari símum, frekar en að því að selja marga síma, með því markmiði að hámarka hagnað. Apple Samsung Bandaríkin Suður-Kórea Tækni Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvkæmt gögnum greinenda fyrirtækisins International Data Corp. seldi Apple 20,1 prósent allra snjallsíma sem seldir voru í heiminum á síðasta ári. Þar á eftir kom Samsung með 19,4 prósent en kínverska fyrirtækið Xiaomi var í þriðja sæti með 12,5 prósent. Þegar kemur að því að kaupa nýrri snjallsíma hafa kaupendur heilt yfir haldið að sér höndum á undanförnum árum. Sala nýrra síma dróst saman um 3,2 prósent í fyrra, borið saman við árið 2022. Alls voru seldir 1,17 milljarðar síma árið 2023 og hefur fjöldinn ekki verið lægri í áratug. Apple var eina fyrirtækið af þremur efstu sem seldi fleiri síma í fyrra en árið 2022 og jókst salan um 3,7 prósent. Salan hjá Samsung dróst saman um 13,6 prósent í fyrra, samkvæmt gögnum IDC. Reuters hefur eftir öðrum greinendum að breytinguna megi að miklu leiti rekja til þess að forsvarsmenn Samsung hafi einbeitt sér að betri og dýrari símum, frekar en að því að selja marga síma, með því markmiði að hámarka hagnað.
Apple Samsung Bandaríkin Suður-Kórea Tækni Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf